?
?

Hárið lék í vindinum
hlaupandi lítil stelpa
lífið lék í höndunum
gast gert allt sem þú vildir.

Fólkið öfundaði og dáðist
svo elskuleg en samt svo einföld.

Við gatnamótin voru tvær leiðir
þú valdir aðra.
Óttaslegin þú þaust í gegn
það var of seint að snúa við!

Áhyggjufull móðir við gluggann þinn
óskaði þess að í þetta sinn
væri hægt að snúa við
og einhverstaðar laga þig.

Fólkið vorkenndi og hæddist af
hvert fór allt sem eitt sinn var þar?
Á lítill mynd stóð hreykin stelpa
með drauma og ætlaði þá alla að elta.

Var ekki bara hægt að hrista hana til
blása í hana skynsamlegum yl.

Í hennar heimi var hörmuleiki
lífið var enginn einfaldleiki.
Of æðisleg til að fá að lifa
eða svo sorgleg að klukkan hætti að tifa?  
Hulda María
1989 - ...


Ljóð eftir Huldu Maríu

Er Hægt að laga?
Gleði?
Lífið
Svo varð allt stopp
Tóm
Lífsins leið.
?
Afleiðing
Pæling
Stjörnuhrap
Það sem varð eftir.
Það góða.
Tími til að breyta.
Fyrirgefðu mér.
Þú og ég.
Speki.
Þú brást mér.
Spor í hjarta mér..
Í gær.
þú eða ég?
Særði þig..
Falskar vonir..
Hann..
Dofin
Sektarkend
Uppfull af hamingju