Litla rósin.
Vonina vekur lífsins ljós
lokkar og umvefur litla rós,
sem reisir sig úr rökkva í yl
og ilmandi lokar óttans hyl.

Hrakin var af lífsins vegi
og visnandi lá á þeim degi,
er daggardropi sendur var
vonina aftur til hennar bar.

Bjarmi lífs frá himnaþaki
hennar höfga endurvaki,
eilífur faðir, gjöfull gefur
lífsaflið aftur rósin hefur.

Hennar rætur rósemd fundu
fegurð lífsins aftur mundu.
myrksins ótta, þján og þraut
þróttur vonar, vék á braut.

Bænheyrð var hún, litla rós
rís hún aftur, vitund ljós
löngun hennar, nú lýsir bjart
bjargræði öðrum, ef líf er svart.
 
Josira
1958 - ...


Ljóð eftir Josiru

Að vakna
Andartakið
Ástin.
Draumurinn
Friður
Gullna barnið
Heyrnin
Lífsgleði
Morgunstund
Leiðsögn.
Afl
Næring
Þögnin.
Ömmustrákur
Ömmustelpa
Gamli bærinn
Lát ljós þitt skína
Light Bearer
Yrja
Sælan
Allsstaðar
Lyngbærinn
Frost Roses.
Fræ hugans
Í öllu sem lifir.
Verkefnið
Daggardropinn
Gjöfin.
Ástin er...
Frelsisvon.
Frosthiti.
Litla rósin.
Við vegginn.
Þér gefi.