

Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef eg fáki beitt;
þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.
Og undir norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan Hvannamó.
Á engum stað eg uni
eins vel og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt, sem talað er hér.
oft hef eg fáki beitt;
þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.
Og undir norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan Hvannamó.
Á engum stað eg uni
eins vel og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt, sem talað er hér.
Eddu Magnúsdóttur er þakkað fyrir ábendingar um villur sem voru í þessu ljóði.