Á nýjársdag 1845
Svo rís um aldir árið hvert um sig,
eilífðar lítið blóm í skini hreinu.
Mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.

Eitt á ég samt, og annast vil ég þig,
hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu,
er himin sér og unir lágri jörðu,
og þykir ekki þokan voðalig.

Ég man þeir segja: "Hart á móti hörðu",
en heldur vil ég kenna til og lifa,
og þó að nokkurt andstreymi ég bíði,
en liggja eins og leggur uppi í vörðu,
sem lestastrákar taka þar og skrifa,
og fylla, svo hann finnur ei, af níði.
 
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Skrælingjagrátur
Hugnun
Batteríski syndarinn
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Andvökusálmur
Á nýjársdag 1845
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Óhræsið
Laxinn
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Ég bið að heilsa
Söknuður
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Ísland
Stökur
La belle
Ad matrem orbatam
Vorvísa
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti
Fjallið Skjaldbreiður