6. sálmur
Um Júdas koss og Kristí fangelsi
1.
Frelsarinn hvergi flýði
fjandmenn þó lægi senn.
Herrann beið þeirra, hinn þýði,
þeim leyfði á fætur enn.
Hvern helst þeir hyggi að finna,
hann spyr, sem ljóst ég get.
Jafnt sem fyrr Júðar inna:
Jesúm af Nasaret.
2.
Ég er hann, aftur sagði
annað sinn Jesús hátt,
lærisveinunum lagði
líknarorð þetta brátt:
Ef mín yður lystir leita
þá látið þessa frí.
Búinn var hann að heita
hjálpræðisorði því.
3.
Hér af má heyra og skilja
herrans vors Jesú makt,
ekki gat án hans vilja
á hann neinn hendur lagt.
Við mig þó hatri hreyfi
heiftarmenn illgjarnir,
enginn kann, utan hann leyfi,
eitt skerða hár á mér.
4.
Föðurnum hjartahlýðinn
hann gafst á þeirra vald.
Sál mín, því sért ókvíðin,
sjá, þitt óhlýðnisgjald
viljugur vildi hann bæta.
Víst er þín skylda auðsén,
ást og auðsveipni mæta
áttu að leggja ígen.
5.
Júdas kom fljótt sem kunni
kyssandi Jesúm nú,
mælti fláráðum munni:
Meistari, sæll vert þú.
Herrann hógværðarríkur,
hann sagði: Þú, minn vin,
með kossi son mannsins svíkur.
Síst mun því hefndin lin.
6.
Evu munn eplið eina
aumlega ginnti um sinn.
Falskoss því fékk að reyna,
frelsarinn, munnur þinn.
Blíðmælum djöfuls bægðu
svo blekkist ég ekki á þeim,
heimshrekki líka lægðu,
líf mitt og æru geym.
7.
Auðsén eru augum þínum
öll vél og launsvik hér.
Hritt þeim úr huga mínum,
hreint skapa geð í mér.
Virstu mig vin þinn kalla,
verða lát raun þar á,
holdsbrest og hræsni alla
hindra og tak mér frá.
8.
Í hryggð og háska mikinn
hefur mig satan leitt.
Æ, hvað oft ég verð svikinn,
ei get ég hjá því sneitt.
Son mannsins svikum mætti
sannlega upp á það,
svikanna háskinn hætti
hjá mér ei fyndi stað.
9.
Munnur þinn, að ég meina,
minnist við Jesúm bert,
þá hold og blóð hans hreina
hér fær þú, sál mín, snert.
Guðs vegna að þér gáðu,
gef honum ei koss með vél,
í trú og iðrun þig tjáðu
og tilbú þitt hjarta vel.
10.
Þangað þegar að stundu
þusti illræðislið,
ljúfasta lamb Guðs bundu,
lokið var öllum frið.
Harðsnúnum reipum reyrðu,
ranglætis míns hann galt,
drottin í dróma keyrðu,
dofnaði holdið allt.
11.
Júðar þig, Jesú, strengdu,
ég gaf þar efni til.
Syndir mínar þér þrengdu,
þess nú ég iðrast vil.
Glæpabönd af mér greiðir
og gef mér frelsið þitt,
andlegum dofa eyðir
sem á féll hjartað mitt.
12.
Guðs son var gripinn höndum,
gefinn svo yrði ég frí.
Hann reyrðist hörðum böndum,
hlaut ég miskunn af því.
Fjötur þung og fangelsi
frekt lá, minn herra, á þér.
Djöfuls og dauðans helsi
duttu því laus af mér.
13.
Bið ég þín böndin hörðu
bindi nú hvern minn lið
frá alls kyns glæpagjörðum
og göldum heimsins sið.
Laus og liðugur andi,
lífs meðan dvelst ég hér,
þér sé jafnan þjónandi.
Þessa bæn veittu mér.
..................Amen
1.
Frelsarinn hvergi flýði
fjandmenn þó lægi senn.
Herrann beið þeirra, hinn þýði,
þeim leyfði á fætur enn.
Hvern helst þeir hyggi að finna,
hann spyr, sem ljóst ég get.
Jafnt sem fyrr Júðar inna:
Jesúm af Nasaret.
2.
Ég er hann, aftur sagði
annað sinn Jesús hátt,
lærisveinunum lagði
líknarorð þetta brátt:
Ef mín yður lystir leita
þá látið þessa frí.
Búinn var hann að heita
hjálpræðisorði því.
3.
Hér af má heyra og skilja
herrans vors Jesú makt,
ekki gat án hans vilja
á hann neinn hendur lagt.
Við mig þó hatri hreyfi
heiftarmenn illgjarnir,
enginn kann, utan hann leyfi,
eitt skerða hár á mér.
4.
Föðurnum hjartahlýðinn
hann gafst á þeirra vald.
Sál mín, því sért ókvíðin,
sjá, þitt óhlýðnisgjald
viljugur vildi hann bæta.
Víst er þín skylda auðsén,
ást og auðsveipni mæta
áttu að leggja ígen.
5.
Júdas kom fljótt sem kunni
kyssandi Jesúm nú,
mælti fláráðum munni:
Meistari, sæll vert þú.
Herrann hógværðarríkur,
hann sagði: Þú, minn vin,
með kossi son mannsins svíkur.
Síst mun því hefndin lin.
6.
Evu munn eplið eina
aumlega ginnti um sinn.
Falskoss því fékk að reyna,
frelsarinn, munnur þinn.
Blíðmælum djöfuls bægðu
svo blekkist ég ekki á þeim,
heimshrekki líka lægðu,
líf mitt og æru geym.
7.
Auðsén eru augum þínum
öll vél og launsvik hér.
Hritt þeim úr huga mínum,
hreint skapa geð í mér.
Virstu mig vin þinn kalla,
verða lát raun þar á,
holdsbrest og hræsni alla
hindra og tak mér frá.
8.
Í hryggð og háska mikinn
hefur mig satan leitt.
Æ, hvað oft ég verð svikinn,
ei get ég hjá því sneitt.
Son mannsins svikum mætti
sannlega upp á það,
svikanna háskinn hætti
hjá mér ei fyndi stað.
9.
Munnur þinn, að ég meina,
minnist við Jesúm bert,
þá hold og blóð hans hreina
hér fær þú, sál mín, snert.
Guðs vegna að þér gáðu,
gef honum ei koss með vél,
í trú og iðrun þig tjáðu
og tilbú þitt hjarta vel.
10.
Þangað þegar að stundu
þusti illræðislið,
ljúfasta lamb Guðs bundu,
lokið var öllum frið.
Harðsnúnum reipum reyrðu,
ranglætis míns hann galt,
drottin í dróma keyrðu,
dofnaði holdið allt.
11.
Júðar þig, Jesú, strengdu,
ég gaf þar efni til.
Syndir mínar þér þrengdu,
þess nú ég iðrast vil.
Glæpabönd af mér greiðir
og gef mér frelsið þitt,
andlegum dofa eyðir
sem á féll hjartað mitt.
12.
Guðs son var gripinn höndum,
gefinn svo yrði ég frí.
Hann reyrðist hörðum böndum,
hlaut ég miskunn af því.
Fjötur þung og fangelsi
frekt lá, minn herra, á þér.
Djöfuls og dauðans helsi
duttu því laus af mér.
13.
Bið ég þín böndin hörðu
bindi nú hvern minn lið
frá alls kyns glæpagjörðum
og göldum heimsins sið.
Laus og liðugur andi,
lífs meðan dvelst ég hér,
þér sé jafnan þjónandi.
Þessa bæn veittu mér.
..................Amen
Orðskýringar:
frekt: þunglega
ígen: í staðinn
inna: segja
frekt: þunglega
ígen: í staðinn
inna: segja