7. sálmur
Um vörn sankti Péturs og Malkus eyrasár
1.
Lausnarans lærisveinar
þá líta atburð þann
og Júða athafnir einar,
allir senn spurðu hann:
Eigum vér ekki að slá
óvinasveit með sverði
svo hér ei þyngra af verði?
Sál mín, þar gjör að gá.
2.
Ef þú áforma vildir
eitthvað sem vandi er á
þarfleg ráð þiggja skyldir
og þig vel fyrir sjá.
Af því oftlega sker,
sá sem er einn í ráðum,
einn mætir skaða bráðum.
Seint þá að iðrast er.
3.
En með því mannleg viska
í mörgu náir skammt,
á allt kann ekki að giska
sem er þó vandasamt.
Kost þann hinn besta kjós.
Guðs orð fær sýnt og sannað
hvað sé þér leyft eða bannað.
Það skal þitt leiðarljós.
4.
Pétur með svellu sinni
sverð úr slíðrum dró,
hans trúi ég bræðin brynni,
og beint í flokkinn hjó.
Malkus hlaut hér af tjón,
hann missti hið hægra eyra,
höggið tók ekki meira.
Þessi var biskups þjón.
5.
Lausnarinn ljóst nam svara
lærisveinunum fyrst:
Látið þessa fram fara
frekast að sinni lyst.
Pétri svo sagði nú:
Sverðdauða sá skal sekur
sem sverð án leyfis tekur.
Sverð slíðra, Símon, þú.
6.
Meinar þú faðirinn mildi
mundi ei senda hér
ef ég þess óska vildi
engla til fylgdar mér
fleiri en tólf fylkingar?
Eða mun skylt ég ekki
áskenktan kaleik drekki
sem mér þó settur var?
7.
Svo mun uppfyllast eiga
hvað er í ritning tjáð
og síðan sannast mega
hvað sést fyrir löngu spáð.
Svo eftir sermon þann
eyrað þjónsins áhrærði
sem áður Pétur særði
og læknaði að heilu hann.
8.
Sál mín, lærum og sjáum
með sannri hjartans lyst,
tvenns slags sverðs glöggt við gáum,
greina skal þar um fyrst.
Sverð drottins dómarinn ber,
sverð eigin hefndar annað
sem öllum verður bannað.
Það kennir Kristur hér.
9.
Bið ég hér glöggt að gætir
góð valdstjórn heiðarleg,
saklausan síst þú grætir
né sjálfan meiðir þig.
Virð sverð Guðs vandlætis.
Blóð skaltu ei því banna,
burt sníddu grein lastanna,
merk dæmi Móisis.
10.
Þitt sverð, sem þitt er eigið
fyrir þína eigin sök,
skal ekki úr skeiðum dregið,
skýr eru til þess rök.
Jesús það bannar bert.
Honum er skylt þú hlýðir,
hógvær umberir, líðir
það móti þér er gjört.
11.
Ræn ei Guð sínum rétti
því reiknast hefndin hans,
valdstjórn til verndar setti
víða um byggðir lands,
ellegar að því gá:
Sverð drottins sem hér nefnist
sannlega á þér hefnist,
tjón þitt tvöfaldast þá.
12.
Malkus sem missti eyra
merkir þá alla frí
sem orð Guðs ekki heyra,
eiga þó kost á því.
Heyrn er þeim hægri sljó.
Vinstri hlust heilli halda,
háð og spélni margfalda
nóg geta numið þó.
13.
Skálkamark mátti kalla
Malkus hér fengi rétt.
Á Guðs óvini alla
auðkenni slíkt er sett,
orð hans ei akta hér.
Ég bið og jafnan segi:
Jesú minn, láttu eigi
þau merki sjást á mér.
14.
Enn finnur þú hér framar
frelsarans dæmið best.
Hörmungar hættusamar
á honum lágu mest.
Sitt traust þó setti hann
á Guðs föður gæsku ríka.
Gjörðu það, sál mín, líka
ef kross þig henda kann.
15.
Kvöl sína Jesús kallar
kaleik áskenktan sér.
Kross þinn og eymdir allar
eins máttu nefna hér
því drottinn drakk þér til
fyrir þig þá hann píndist
svo þú, mín sál, ei týndist.
Gjör honum gjarnan skil.
16.
Þú mátt þig þar við hugga,
hann þekkir veikleik manns,
um þarftu ekki að ugga
ádrykkjuskammtinn hans,
vel þín vankvæði sér.
Hið súrasta drakk hann sjálfur,
sætari og minni en hálfur
skenktur er skerfur þér.
17.
Heift mína og hefndarnæmi
hefur þú, Jesú, bætt.
Mér gafst manngæskudæmi
þá Malkum fékkstu grætt.
Ég þarf og einnig við
eyrað mitt læknað yrði
svo orð þitt heyri og virði.
Þýðlega þess ég bið.
18.
Hjálpa mér, herra sæli,
að halda krossbikar minn
svo mig ei undan mæli
né mögli um vilja þinn.
Ég bið almætti þitt
vorkenni minni veiki
ef verða kann ég skeiki.
Hresstu þá hjartað mitt.
...................Amen
1.
Lausnarans lærisveinar
þá líta atburð þann
og Júða athafnir einar,
allir senn spurðu hann:
Eigum vér ekki að slá
óvinasveit með sverði
svo hér ei þyngra af verði?
Sál mín, þar gjör að gá.
2.
Ef þú áforma vildir
eitthvað sem vandi er á
þarfleg ráð þiggja skyldir
og þig vel fyrir sjá.
Af því oftlega sker,
sá sem er einn í ráðum,
einn mætir skaða bráðum.
Seint þá að iðrast er.
3.
En með því mannleg viska
í mörgu náir skammt,
á allt kann ekki að giska
sem er þó vandasamt.
Kost þann hinn besta kjós.
Guðs orð fær sýnt og sannað
hvað sé þér leyft eða bannað.
Það skal þitt leiðarljós.
4.
Pétur með svellu sinni
sverð úr slíðrum dró,
hans trúi ég bræðin brynni,
og beint í flokkinn hjó.
Malkus hlaut hér af tjón,
hann missti hið hægra eyra,
höggið tók ekki meira.
Þessi var biskups þjón.
5.
Lausnarinn ljóst nam svara
lærisveinunum fyrst:
Látið þessa fram fara
frekast að sinni lyst.
Pétri svo sagði nú:
Sverðdauða sá skal sekur
sem sverð án leyfis tekur.
Sverð slíðra, Símon, þú.
6.
Meinar þú faðirinn mildi
mundi ei senda hér
ef ég þess óska vildi
engla til fylgdar mér
fleiri en tólf fylkingar?
Eða mun skylt ég ekki
áskenktan kaleik drekki
sem mér þó settur var?
7.
Svo mun uppfyllast eiga
hvað er í ritning tjáð
og síðan sannast mega
hvað sést fyrir löngu spáð.
Svo eftir sermon þann
eyrað þjónsins áhrærði
sem áður Pétur særði
og læknaði að heilu hann.
8.
Sál mín, lærum og sjáum
með sannri hjartans lyst,
tvenns slags sverðs glöggt við gáum,
greina skal þar um fyrst.
Sverð drottins dómarinn ber,
sverð eigin hefndar annað
sem öllum verður bannað.
Það kennir Kristur hér.
9.
Bið ég hér glöggt að gætir
góð valdstjórn heiðarleg,
saklausan síst þú grætir
né sjálfan meiðir þig.
Virð sverð Guðs vandlætis.
Blóð skaltu ei því banna,
burt sníddu grein lastanna,
merk dæmi Móisis.
10.
Þitt sverð, sem þitt er eigið
fyrir þína eigin sök,
skal ekki úr skeiðum dregið,
skýr eru til þess rök.
Jesús það bannar bert.
Honum er skylt þú hlýðir,
hógvær umberir, líðir
það móti þér er gjört.
11.
Ræn ei Guð sínum rétti
því reiknast hefndin hans,
valdstjórn til verndar setti
víða um byggðir lands,
ellegar að því gá:
Sverð drottins sem hér nefnist
sannlega á þér hefnist,
tjón þitt tvöfaldast þá.
12.
Malkus sem missti eyra
merkir þá alla frí
sem orð Guðs ekki heyra,
eiga þó kost á því.
Heyrn er þeim hægri sljó.
Vinstri hlust heilli halda,
háð og spélni margfalda
nóg geta numið þó.
13.
Skálkamark mátti kalla
Malkus hér fengi rétt.
Á Guðs óvini alla
auðkenni slíkt er sett,
orð hans ei akta hér.
Ég bið og jafnan segi:
Jesú minn, láttu eigi
þau merki sjást á mér.
14.
Enn finnur þú hér framar
frelsarans dæmið best.
Hörmungar hættusamar
á honum lágu mest.
Sitt traust þó setti hann
á Guðs föður gæsku ríka.
Gjörðu það, sál mín, líka
ef kross þig henda kann.
15.
Kvöl sína Jesús kallar
kaleik áskenktan sér.
Kross þinn og eymdir allar
eins máttu nefna hér
því drottinn drakk þér til
fyrir þig þá hann píndist
svo þú, mín sál, ei týndist.
Gjör honum gjarnan skil.
16.
Þú mátt þig þar við hugga,
hann þekkir veikleik manns,
um þarftu ekki að ugga
ádrykkjuskammtinn hans,
vel þín vankvæði sér.
Hið súrasta drakk hann sjálfur,
sætari og minni en hálfur
skenktur er skerfur þér.
17.
Heift mína og hefndarnæmi
hefur þú, Jesú, bætt.
Mér gafst manngæskudæmi
þá Malkum fékkstu grætt.
Ég þarf og einnig við
eyrað mitt læknað yrði
svo orð þitt heyri og virði.
Þýðlega þess ég bið.
18.
Hjálpa mér, herra sæli,
að halda krossbikar minn
svo mig ei undan mæli
né mögli um vilja þinn.
Ég bið almætti þitt
vorkenni minni veiki
ef verða kann ég skeiki.
Hresstu þá hjartað mitt.
...................Amen
Orðskýringar:
sankti (latína): heilagur
sermon (latína): ræða
spélni: gaspur, spott
svellur: bólginn, þrútinn, ?með svellu sinni": með hugann þrútinn af ákafa eða reiði
sankti (latína): heilagur
sermon (latína): ræða
spélni: gaspur, spott
svellur: bólginn, þrútinn, ?með svellu sinni": með hugann þrútinn af ákafa eða reiði