13. sálmur
Um falsvitnin og Kaífas dóm
1.
Foringjar presta fengu
falsvitni mörg tilsett,
fúslega fram að gengu,
fullir með svik og prett.
Samhljóða urðu eigi,
uppdiktað margt þó segi.
Jesús þá þagði slétt.
2.
Lærðu, ef lygum mætir,
lífsreglu, sál mín, hér:
Með forsi og þjóst ei þrætir,
þrálega svo til ber,
hógvær þögn heiftir stillir,
heimskorður sannleik spillir
oft fyrir sjálfum sér.
3.
Hirð aldrei hvað sem gildir
að hætta á ósatt mál,
hvort verja eða sækja vildir,
verður það mörgum tál.
Munnur, sá löngum lýgur,
frá lukku og blessun hnígur,
hann deyðir sína sál.
4.
Sannleiksvitni þó segi
sekan mig Guði hjá
óttast þarf ég nú eigi,
afsökun hef ég þá:
Ljúgvotta lygi megna
leið Jesús minna vegna,
klögun mig frelsti frá.
5.
Kaífas frétti fyrstur
falsklega herrann að
sjálfur hvort sé hann Kristur
og svo enn framar kvað:
Við sannan Guð þig ég særi,
ef sonur hans ertu hinn kæri
segðu oss satt um það.
6.
Jesús játar að stundu,
jafnframt því svo nam tjá,
son mannsins sjá þeir mundu
sitja þaðan í frá
til kraftarins hægri handar
og hér eftir komanda
skærasta skýi á.
7.
Kennimann reif sín klæði,
kvað: Slíkt guðlöstun er.
Að spyr með ógnabræði:
Um það hvað haldið þér?
Allt ráðið undir tekur:
Er hann víst dauðasekur,
svoddan samþykkjum vér.
8.
Jesús ei ansa hirti
áður þá logið var
en Guðs nafn gjarnan virti,
gaf því Kaífas svar.
Lygð heims þó lítið sætir,
lausnarans dæmis gætir,
leita Guðs lofdýrðar.
9.
Hygg að og herm hið sanna
hvenær sem til er reynt,
hræðst ei hótanir manna,
halt þinni játning beint.
Gæt vel að geymir þetta,
Guðs orð og trúna rétta
meðkenndu ljóst og leynt.
10.
Kaífas lögsögn leiða
lært hafa margir enn.
Hvað sem höfðingjar beiða
hinir álykta senn,
vinskap sig villa láta,
viljandi röngu játa.
Forðist það frómir menn.
11.
Sú er mín huggun sama
sem þín var, Jesú minn,
krossinn þá að vill ama,
ofsókn og hörmung stinn.
Hjá þinni hægri hendi,
hér þó nú lífið endi,
fagnaðarnægð ég finn.
12.
Þér til guðlöstun lagði
ljúgandi kennimann,
dauðasekan þig sagði.
Sannlega úrskurð þann
átti ég að heyra heldur,
hart með réttu sakfelldur,
víst ég nóg til þess vann.
13.
Andlegt vald einum rómi
úrskurðar dauðann þér.
Drottinn í náðardómi
dæmir því lífið mér.
Þakka ég elsku þinni,
þú keyptir sálu minni
fríun og frelsi hér.
...................Amen
1.
Foringjar presta fengu
falsvitni mörg tilsett,
fúslega fram að gengu,
fullir með svik og prett.
Samhljóða urðu eigi,
uppdiktað margt þó segi.
Jesús þá þagði slétt.
2.
Lærðu, ef lygum mætir,
lífsreglu, sál mín, hér:
Með forsi og þjóst ei þrætir,
þrálega svo til ber,
hógvær þögn heiftir stillir,
heimskorður sannleik spillir
oft fyrir sjálfum sér.
3.
Hirð aldrei hvað sem gildir
að hætta á ósatt mál,
hvort verja eða sækja vildir,
verður það mörgum tál.
Munnur, sá löngum lýgur,
frá lukku og blessun hnígur,
hann deyðir sína sál.
4.
Sannleiksvitni þó segi
sekan mig Guði hjá
óttast þarf ég nú eigi,
afsökun hef ég þá:
Ljúgvotta lygi megna
leið Jesús minna vegna,
klögun mig frelsti frá.
5.
Kaífas frétti fyrstur
falsklega herrann að
sjálfur hvort sé hann Kristur
og svo enn framar kvað:
Við sannan Guð þig ég særi,
ef sonur hans ertu hinn kæri
segðu oss satt um það.
6.
Jesús játar að stundu,
jafnframt því svo nam tjá,
son mannsins sjá þeir mundu
sitja þaðan í frá
til kraftarins hægri handar
og hér eftir komanda
skærasta skýi á.
7.
Kennimann reif sín klæði,
kvað: Slíkt guðlöstun er.
Að spyr með ógnabræði:
Um það hvað haldið þér?
Allt ráðið undir tekur:
Er hann víst dauðasekur,
svoddan samþykkjum vér.
8.
Jesús ei ansa hirti
áður þá logið var
en Guðs nafn gjarnan virti,
gaf því Kaífas svar.
Lygð heims þó lítið sætir,
lausnarans dæmis gætir,
leita Guðs lofdýrðar.
9.
Hygg að og herm hið sanna
hvenær sem til er reynt,
hræðst ei hótanir manna,
halt þinni játning beint.
Gæt vel að geymir þetta,
Guðs orð og trúna rétta
meðkenndu ljóst og leynt.
10.
Kaífas lögsögn leiða
lært hafa margir enn.
Hvað sem höfðingjar beiða
hinir álykta senn,
vinskap sig villa láta,
viljandi röngu játa.
Forðist það frómir menn.
11.
Sú er mín huggun sama
sem þín var, Jesú minn,
krossinn þá að vill ama,
ofsókn og hörmung stinn.
Hjá þinni hægri hendi,
hér þó nú lífið endi,
fagnaðarnægð ég finn.
12.
Þér til guðlöstun lagði
ljúgandi kennimann,
dauðasekan þig sagði.
Sannlega úrskurð þann
átti ég að heyra heldur,
hart með réttu sakfelldur,
víst ég nóg til þess vann.
13.
Andlegt vald einum rómi
úrskurðar dauðann þér.
Drottinn í náðardómi
dæmir því lífið mér.
Þakka ég elsku þinni,
þú keyptir sálu minni
fríun og frelsi hér.
...................Amen
Orðskýringar:
frómur: guðrækinn, góður
frómur: guðrækinn, góður