19. sálmur
Um Kristí játning fyrir Pílató
1.
Gyðingar höfðu af hatri fyrst
harðlega klagað Jesúm Krist,
sem áður sagt er frá.
Landsdómarinn gjörði að gá
glöggt hvað þýðir framburður sá.
2.
Áklögun fyrsta andleg var,
um það Pílatus sinnti ei par,
önnur um skylduskatt.
Hann vissi vel þeir sögðu ei satt,
svoddan málum þegjandi hratt.
3.
En sem þeir nefndu kónginn Krist
kom honum þá til hugar fyrst
hvað fyrri heyrði og nam
af Júðum mælt um Messíam,
ef mætti ske það kæmi nú fram.
4.
Pílatí sinni í sumum finnst
sem um Guðs dýrkun hugsa minnst,
höfðingjum hræsna títt,
undirsáta frelsið frítt
fjárplógsgjarnir rækja nú lítt.
5.
Hirðstjórinn spurði herrann þá
hvort hann sé Júða kóngur sá,
en Jesús aftur tér:
Talar þú svo af sjálfum þér
eða sögðu aðrir þvílíkt af mér?
6.
Þá varð Pílatí þelið kalt.
Þig hatar, sagði hann, fólkið allt.
Hvað illt hefur þú gjört?
Aftur Jesús ansar bert,
er það næsta þenkingarvert:
7.
Mitt ríki er ekki héðan af heim.
Hart mundi annars móti þeim
stríða minn máttarher
sem nú mig seldu í nauðir hér
svo næðu ekki Gyðingar mér.
8.
Pílatus aftur ansa vann:
Ertu þó kóngur? sagði hann.
Játaði Jesús því:
Hingað kom ég heiminn í
svo herma skyldi ég sannleikann frí.
9.
Hver af sannleiknum sjálfur er,
sá mína röddu heyrir hér.
Hæðnissvar hinn til fann:
Hvað er sannleikur? sagði hann.
Svo gekk út með úrskurðinn þann.
10.
Hér máttu, sál mín, heyra fyrst,
herrann Jesús er kóngur víst,
þó ekki að heimsins hátt.
Svoddan vel þú athuga átt,
það eykur gleði hjartanu þrátt.
11.
Kóngstign þín, Jesú, andleg er.
Allir hafa sín völd af þér
höfðingjar hér um heim.
Þú lénar, gefur, lánar þeim
löndin, ríki, metorð og seim.
12.
Fyrir þinn kraft og frelsishönd
forsvara kóngar ríki og lönd
sem er þeim undir lagt.
En móti djöfli og dauðans makt
dugir engin höfðingjaprakt.
13.
Þú hefur sigrað synd og deyð,
sjálfan djöful og vítisneyð,
háðir eitt herlegt stríð
allan svo þinn leystir lýð.
Lof sé þér um eilífa tíð.
14.
Andlegt þitt ríki og eilíft er,
orð sannleiksins því rétt stjórnar hér,
þinn veldisvöndur sá
óvini slær mér alla frá.
Í þeim krafti sigra ég þá.
15.
En fyrst þitt ríki andlegt var
um það heimurinn sinnti ei par.
Hann fann ei hofmóð sinn
hjá þér, Jesú, herra minn,
hataði allan góðvilja þinn.
16.
Undrast því, sál mín, ekki þarft
þó aðkast veraldar líðir margt,
þar um þér þenkja ber:
Ertu enn í útlegð hér,
annars heims þitt föðurland er.
17.
Sannleikakóngsins sannleiksraust
sá þarf að elska hræsnislaust
sem er hans undirmann
því slægð og lygi hatar hann,
hreinhjörtuðum miskunnar ann.
18.
Ef þú, mín sál, í Guði glödd
girnist að heyra kóngsins rödd,
gættu þá gjörla hér
hvað boða drottins þjónar þér.
Þeirra kenning raustin hans er.
19.
Rannsaka, sál mín, orð það ört,
að verður spurt: Hvað hefur þú gjört?
Þá herrann heldur dóm
hjálpar engum hræsnin tóm.
Hrein sé trú í verkunum fróm.
20.
En sökum þess þú ei saklaus ert
sjálfur spyr þig: Hvað hefur þú gjört?
Á hvern umliðinn dag
iðran gjör og grát þinn hag.
Guðs son bið það færa í lag.
21.
Allt hef ég, Jesú, illa gjört,
allt það að bæta þú kominn ert,
um allt því ég kvittur er.
Allt mitt líf skal þóknast þér,
þar til, bið ég, hjálpa þú mér.
.................Amen
1.
Gyðingar höfðu af hatri fyrst
harðlega klagað Jesúm Krist,
sem áður sagt er frá.
Landsdómarinn gjörði að gá
glöggt hvað þýðir framburður sá.
2.
Áklögun fyrsta andleg var,
um það Pílatus sinnti ei par,
önnur um skylduskatt.
Hann vissi vel þeir sögðu ei satt,
svoddan málum þegjandi hratt.
3.
En sem þeir nefndu kónginn Krist
kom honum þá til hugar fyrst
hvað fyrri heyrði og nam
af Júðum mælt um Messíam,
ef mætti ske það kæmi nú fram.
4.
Pílatí sinni í sumum finnst
sem um Guðs dýrkun hugsa minnst,
höfðingjum hræsna títt,
undirsáta frelsið frítt
fjárplógsgjarnir rækja nú lítt.
5.
Hirðstjórinn spurði herrann þá
hvort hann sé Júða kóngur sá,
en Jesús aftur tér:
Talar þú svo af sjálfum þér
eða sögðu aðrir þvílíkt af mér?
6.
Þá varð Pílatí þelið kalt.
Þig hatar, sagði hann, fólkið allt.
Hvað illt hefur þú gjört?
Aftur Jesús ansar bert,
er það næsta þenkingarvert:
7.
Mitt ríki er ekki héðan af heim.
Hart mundi annars móti þeim
stríða minn máttarher
sem nú mig seldu í nauðir hér
svo næðu ekki Gyðingar mér.
8.
Pílatus aftur ansa vann:
Ertu þó kóngur? sagði hann.
Játaði Jesús því:
Hingað kom ég heiminn í
svo herma skyldi ég sannleikann frí.
9.
Hver af sannleiknum sjálfur er,
sá mína röddu heyrir hér.
Hæðnissvar hinn til fann:
Hvað er sannleikur? sagði hann.
Svo gekk út með úrskurðinn þann.
10.
Hér máttu, sál mín, heyra fyrst,
herrann Jesús er kóngur víst,
þó ekki að heimsins hátt.
Svoddan vel þú athuga átt,
það eykur gleði hjartanu þrátt.
11.
Kóngstign þín, Jesú, andleg er.
Allir hafa sín völd af þér
höfðingjar hér um heim.
Þú lénar, gefur, lánar þeim
löndin, ríki, metorð og seim.
12.
Fyrir þinn kraft og frelsishönd
forsvara kóngar ríki og lönd
sem er þeim undir lagt.
En móti djöfli og dauðans makt
dugir engin höfðingjaprakt.
13.
Þú hefur sigrað synd og deyð,
sjálfan djöful og vítisneyð,
háðir eitt herlegt stríð
allan svo þinn leystir lýð.
Lof sé þér um eilífa tíð.
14.
Andlegt þitt ríki og eilíft er,
orð sannleiksins því rétt stjórnar hér,
þinn veldisvöndur sá
óvini slær mér alla frá.
Í þeim krafti sigra ég þá.
15.
En fyrst þitt ríki andlegt var
um það heimurinn sinnti ei par.
Hann fann ei hofmóð sinn
hjá þér, Jesú, herra minn,
hataði allan góðvilja þinn.
16.
Undrast því, sál mín, ekki þarft
þó aðkast veraldar líðir margt,
þar um þér þenkja ber:
Ertu enn í útlegð hér,
annars heims þitt föðurland er.
17.
Sannleikakóngsins sannleiksraust
sá þarf að elska hræsnislaust
sem er hans undirmann
því slægð og lygi hatar hann,
hreinhjörtuðum miskunnar ann.
18.
Ef þú, mín sál, í Guði glödd
girnist að heyra kóngsins rödd,
gættu þá gjörla hér
hvað boða drottins þjónar þér.
Þeirra kenning raustin hans er.
19.
Rannsaka, sál mín, orð það ört,
að verður spurt: Hvað hefur þú gjört?
Þá herrann heldur dóm
hjálpar engum hræsnin tóm.
Hrein sé trú í verkunum fróm.
20.
En sökum þess þú ei saklaus ert
sjálfur spyr þig: Hvað hefur þú gjört?
Á hvern umliðinn dag
iðran gjör og grát þinn hag.
Guðs son bið það færa í lag.
21.
Allt hef ég, Jesú, illa gjört,
allt það að bæta þú kominn ert,
um allt því ég kvittur er.
Allt mitt líf skal þóknast þér,
þar til, bið ég, hjálpa þú mér.
.................Amen
Orðskýringar:
forsvara: verja
frómur: góður
seimur: auður, gull
undirsátar: þegnar
þenkja: hugsa, íhuga
þenkingarverður: íhugunarverður
forsvara: verja
frómur: góður
seimur: auður, gull
undirsátar: þegnar
þenkja: hugsa, íhuga
þenkingarverður: íhugunarverður