22. sálmur
Um krossfestingarhróp yfir Kristó

1.
Frá Heróde þá Kristur kom
kallar Pílatus snjöllum róm
Gyðingalýð og ljós gaf rök,
lausnarinn hefði enga sök,
samþykkur væri og sér til þess
sjálfur kóngurinn Heródes.

2.
Sannlega drottinn sakleysið
sér, elskar bæði og styrkir með.
Hjarta og munnur hvers eins manns
hlýtur að þjóna vilja hans.
Málefnið gott fær góðan róm.
Gæt þess, mín sál, og vertu fróm.

3.
Siður Gyðinga sá var þá,
sakamann einn þeir skyldu fá
um páskatímann frá píslum frí,
Pílatus átti að gegna því,
í frelsisminning úr Egyptó.
Aldrei bauð drottinn svoddan þó.

4.
Sjá til, mín sál, að siðvaninn
síst megi villa huga þinn,
forðast honum að fylgja hér
framar en Guðs orð leyfir þér.
Góð minning enga gjörir stoð,
gilda skal meira drottins boð.

5.
Pílatus Júðum sagði svo:
Sjáið nú glöggt um kosti tvo.
Ég býð hér Jesúm yður fram
eða morðingjann Barrabam.
Hann meinti yrði helst með því
herrann frá dauða gefinn frí.

6.
Þú færð nú glöggt af þessu séð,
þar sem drottinn er ekki með
í verki, áformi og vilja manns
verða til einskis ráðin hans.
Sérviska holdsins svikul er
svo sem Pílatum skeði hér.

7.
Yfirmennirnir allra fyrst
óskuðu að drottinn krossfestist.
Almúgann svo í annan stað
eggjuðu mest að biðja um það.
Barrabas útlausn skyldi ske,
skilinn Jesús frá lífi sé.

8.
Veraldardæmin varast skalt.
Voga þú ekki að gjöra það allt
sem höfðingjarnir hafast að
þó heimurinn kalli loflegt það.
Þá blindur leiðir blindan hér
báðum þeim hætt við falli er.

9.
Hver þig eggjar á illverk bráð,
aldrei gakktu með þeim í ráð.
Vinn þú það ei fyrir metorð manns
að missa Guðs náð og vinskap hans.
Hvorugur annars bætir böl
þó báðir rati í straff og kvöl.

10.
Yfirmönnunum er því vant,
undirsátarnir hnýsa grannt
eftir því sem fyrir augun ber,
auðnæmast þó hið vonda er.
Hvað höfðingjarnir hafast að
hinir meina sér leyfist það.

11.
Ill eftirdæmi á alla grein
eru samlíkt við mylnustein.
Viljir þú vera af fári frjáls
festu hann aldrei þér við háls.
Í Guðs ótta frá þér glæpum hrind.
Góð vertu öðrum fyrirmynd.

12.
Húsfrú Pílatí holl gaf ráð.
Hefði hann betur að því gáð.
Góðar kvinnur þess gæti mest,
gjarnan ástundi dæmin best.
Abígail fær æru og sæmd,
illa Jessabel verður ræmd.

13.
Set ég það nú í sinni mér,
sæti Jesú, að gá að þér.
Allir hrópuðu allt um kring
yfir þig dauða og krossfesting.
Sem lamb meinlausast þagðir þú.
Þar af stendur mér huggun trú.

14.
Lögmálsins bölvan bitur og sterk,
banvænn djöfull og öll mín verk
þó hrópa vilji nú hvert um sig
hefnd og fordæming yfir þig,
nýt ég, minn Jesú, þín í því,
frá þeirra klögun verð ég frí.

15.
Áfellisdómsins ógnahróp,
ystu myrkranna vein og óp
aldrei mun koma að eyrum mín.
Eyrun blessuð því heyrðu þín
kalls og háreysti kringum þig,
frá kvöl og angist það frelsti mig.

16.
Hrópar nú yfir mér himinn og jörð
helgun, frið, náð og sáttargjörð.
Hvort sem ég geng nú út eða inn
í þínu nafni, Jesú minn,
bænarhróp mitt í hreinni trú
himneskum Guði þóknast nú.

17.
En þér til heiðurs alla tíð
englar drottins og kristnin fríð
hrópar nú bæði á himni og jörð
hósanna, lof og þakkargjörð.
Amen segir og upp á það
önd mín glaðvær í hverjum stað.

.............Amen
 
Hallgrímur Pétursson
1614 - 1674
Orðskýringar:

frómur: guðrækinn, góður
kalls: háð, spott



Ljóð eftir Hallgrím Pétursson

Um dauðans óvissu tíma
Ölerindi
Allt eins og blómstrið eina
Heilræðavísur
49. sálmur
48. sálmur
47. sálmur
46. sálmur
45. sálmur
44. sálmur
43. sálmur
42. sálmur
41. sálmur
40. sálmur
39. sálmur
38. sálmur
37. sálmur
36. sálmur
35. sálmur
34. sálmur
33. sálmur
32. sálmur
31. sálmur
30. sálmur
29. sálmur
28. sálmur
27. sálmur
25. sálmur
24. sálmur
23. sálmur
22. sálmur
21. sálmur
20. sálmur
19. sálmur
18. sálmur
17. sálmur
16. sálmur
15. sálmur
14. sálmur
13. sálmur
12. sálmur
11. sálmur
10. sálmur
9. sálmur
8. sálmur
7. sálmur
6. sálmur
5. sálmur
4. sálmur
3. sálmur
2. sálmur
1. sálmur
50. sálmur
26. sálmur
Móðurmálið