26. sálmur
Samtal Pílatí við Kristum
1.
Hér þá um Guðs son heyrði
heiðinn landsdómari,
hann spyr, því hræðast gjörði,
hvaðan vor drottinn sé.
En Jesús þýður þagði,
það og vel maklegt var.
Pílatus brátt að bragði
byrstist og aftur sagði:
Viltu ei veita svar?
2.
Mín er, það máttu játa,
maktin svo tignarleg.
Ég má vel lausan láta
og líka krossfesta þig.
Jesús svarar og segir:
Síst áttu vald á mér
ef þér væri það eigi
að ofan gefið svo megir
heiðri þeim halda hér.
3.
Sá hefur synd enn meiri
er seldi mig þér í hönd.
Pílatus hygg ég það heyri,
hann grundar efnin vönd.
Gjörði strax griða að leita,
gáfu prestarnir ans:
Vægð ef þessum vilt veita,
víst máttu ekki heita
kær vinur keisarans.
4.
Heiðingjar halda gjörðu
hjáguðir þeirra senn
börn ættu alin á jörðu
eins og holdlegir menn.
Hann óttast hér ef væri
herrann goðanna kyns,
hugði því helst að bæri,
hentuglega fram færi
rannsókn réttdæmisins.
5.
Skurðgoð sín heiðnir héldu
hafandi í mestu akt,
forgefins hug sinn hrelldu,
hræddir við þeirra makt.
Ó, hversu framar ætti
einn sérhver kristinn mann
óttast drottins almætti
með ást og blygðunarhætti
sem stoltum steypa kann.
6.
Af stórri makt sig réð stæra
stoltur Pílatus hér.
Rétt mál til rangs að færa
reiknaði leyfilegt sér.
Kann vera margan megi
meining sú villa þrátt,
þó lögin brjóti og beygi
bannað sé þeim það eigi,
fyrst vald þeir hafa hátt.
7.
Guð er sá völdin gefur,
gæti þess æðri stétt.
Sitt léni hver einn hefur
hér af drottni tilsett.
Hann lét þig heiður hljóta,
heiðrast því af þér vill.
Virðingar vel mátt njóta,
varastu drambsemi ljóta,
róg og rangindin ill.
8.
Yfirvald einn Guð sendi,
undirmenn gái þar að.
Sverð drottins hefur í hendi,
heiðra skulum vér það,
hlýðugir friði halda,
hlífð og forsvari ná.
Þverlyndisþrjóskan kalda
þunglegri hefndargjalda
að vísu sér vænta má.
9.
Eins sem hver einn misbrýtur
eftir því straffast hann.
Harðari hefndir hlýtur
hinn, sá meira til vann.
Þeim mun ei plágan þverra
sem þrjóskast í illskurót.
Sá þjón á von hins verra
sem vilja þekkir síns herra,
þó gjörir þvert á mót.
10.
Varðveiti valdsmenn alla
vor Guð í sinni stétt
svo varist í vonsku að falla,
vel stundi lög og rétt.
Hinir í hlýðni standi,
hver svo sem skyldugt er.
Hrein trú og helgur vandi
haldist í voru landi.
Amen, þess óskum vér.
..............Amen
1.
Hér þá um Guðs son heyrði
heiðinn landsdómari,
hann spyr, því hræðast gjörði,
hvaðan vor drottinn sé.
En Jesús þýður þagði,
það og vel maklegt var.
Pílatus brátt að bragði
byrstist og aftur sagði:
Viltu ei veita svar?
2.
Mín er, það máttu játa,
maktin svo tignarleg.
Ég má vel lausan láta
og líka krossfesta þig.
Jesús svarar og segir:
Síst áttu vald á mér
ef þér væri það eigi
að ofan gefið svo megir
heiðri þeim halda hér.
3.
Sá hefur synd enn meiri
er seldi mig þér í hönd.
Pílatus hygg ég það heyri,
hann grundar efnin vönd.
Gjörði strax griða að leita,
gáfu prestarnir ans:
Vægð ef þessum vilt veita,
víst máttu ekki heita
kær vinur keisarans.
4.
Heiðingjar halda gjörðu
hjáguðir þeirra senn
börn ættu alin á jörðu
eins og holdlegir menn.
Hann óttast hér ef væri
herrann goðanna kyns,
hugði því helst að bæri,
hentuglega fram færi
rannsókn réttdæmisins.
5.
Skurðgoð sín heiðnir héldu
hafandi í mestu akt,
forgefins hug sinn hrelldu,
hræddir við þeirra makt.
Ó, hversu framar ætti
einn sérhver kristinn mann
óttast drottins almætti
með ást og blygðunarhætti
sem stoltum steypa kann.
6.
Af stórri makt sig réð stæra
stoltur Pílatus hér.
Rétt mál til rangs að færa
reiknaði leyfilegt sér.
Kann vera margan megi
meining sú villa þrátt,
þó lögin brjóti og beygi
bannað sé þeim það eigi,
fyrst vald þeir hafa hátt.
7.
Guð er sá völdin gefur,
gæti þess æðri stétt.
Sitt léni hver einn hefur
hér af drottni tilsett.
Hann lét þig heiður hljóta,
heiðrast því af þér vill.
Virðingar vel mátt njóta,
varastu drambsemi ljóta,
róg og rangindin ill.
8.
Yfirvald einn Guð sendi,
undirmenn gái þar að.
Sverð drottins hefur í hendi,
heiðra skulum vér það,
hlýðugir friði halda,
hlífð og forsvari ná.
Þverlyndisþrjóskan kalda
þunglegri hefndargjalda
að vísu sér vænta má.
9.
Eins sem hver einn misbrýtur
eftir því straffast hann.
Harðari hefndir hlýtur
hinn, sá meira til vann.
Þeim mun ei plágan þverra
sem þrjóskast í illskurót.
Sá þjón á von hins verra
sem vilja þekkir síns herra,
þó gjörir þvert á mót.
10.
Varðveiti valdsmenn alla
vor Guð í sinni stétt
svo varist í vonsku að falla,
vel stundi lög og rétt.
Hinir í hlýðni standi,
hver svo sem skyldugt er.
Hrein trú og helgur vandi
haldist í voru landi.
Amen, þess óskum vér.
..............Amen
Orðskýringar:
akt: virðing
forgefins: til einskis
forsvar: vörn
akt: virðing
forgefins: til einskis
forsvar: vörn