35. sálmur
Um yfirskriftina yfir krossinum
1.
Útskrift Pílatus eina lét
yfir krossinum standa:
Jesús nefndur af Nasaret,
nýr kóngur Gyðingalanda.
Drottni með sann
dómarinn fann
dauðasök enga hærri.
Margur las það
í þessum stað
því hann var borg svo nærri.
2.
Það var ritað og þannig sett
í þrennslags tungumáli.
Valdsmenn Júða það vissu rétt,
vilja því Pílatus brjáli.
Hann ansar greitt,
ei skyldi neitt
umbreytt og framar tjáði:
Hvað skrifað er,
skal standa hér.
Svo skeði af drottins ráði.
3.
Þar nú á krossi herrann hékk,
hér að, mín sála, gætum,
virðingartitil fagran fékk
með forprís sakleysis mætum,
að hjálparfús
heiti Jesús
heimsins lausnarinn góði,
hver djöfli frá
oss frelsa má
flekklaus með sínu blóði.
4.
Nasarenus hann nefnist þar.
Náttúruspilling manna
fráskilinn einn að vísu var.
Vel þekka hlýðni sanna
sýndi hann hreint,
ljóst bæði og leynt
lifandi Guði einum,
hans tignar son,
trúr, forsjáll þjón,
tryggur í öllum greinum.
5.
Kóngur Gyðinga klár og hreinn
í krafti guðlegum drottnar.
Sá Davíðs stól skal erfa einn,
aldrei hans ríki þrotnar.
Ísraels hrós,
heiðinna ljós,
heitinn forfeðrum lengi.
Svoddan titil
sómdi rétt vel,
sál mín, þinn herra fengi.
6.
Svoddan virðingu vildu hann
vondir Gyðingar sneyða.
Heiftaröfundin í þeim brann,
af því Pílatum beiða
orðtak það brátt
á allan hátt
úr færa settum máta.
Hann kvað við nei,
því það vill ei
þeim drottinn veitast láta.
7.
Dramblátum setur drottinn skammt
með djörfung þeirra og hrekki.
Þeim líðst svo sem hann lofar framt,
lengra komast þeir ekki.
Allt skal mitt traust
efunarlaust
á hans makt jafnan standa.
Hvað munu mér
þá mennirnir
mega í nokkru granda?
8.
Í þrennslags tungum var þetta skráð
því að vor herrann mildi
vildi sín elska, ást og náð
allri þjóð boðast skyldi.
Hvert tungumál
með huga og sál
heiðri þig, Jesú góði,
sem kvölin þín
og krossins pín
keypti frá syndamóði.
9.
Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt útbreiði
um landið hér
til heiðurs þér,
helst mun það blessun valda,
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
10.
Handskrift var ein yfir höfði mér,
hver mína sálu grætti.
Önnur stóð, Jesú, yfir þér
sem angrið míns hjarta bætti.
Jesú, þú ert
útvalinn bert.
Undir kóngsstjórnan þinni
árla og síð
um alla tíð
óhætt er sálu minni.
.................Amen
1.
Útskrift Pílatus eina lét
yfir krossinum standa:
Jesús nefndur af Nasaret,
nýr kóngur Gyðingalanda.
Drottni með sann
dómarinn fann
dauðasök enga hærri.
Margur las það
í þessum stað
því hann var borg svo nærri.
2.
Það var ritað og þannig sett
í þrennslags tungumáli.
Valdsmenn Júða það vissu rétt,
vilja því Pílatus brjáli.
Hann ansar greitt,
ei skyldi neitt
umbreytt og framar tjáði:
Hvað skrifað er,
skal standa hér.
Svo skeði af drottins ráði.
3.
Þar nú á krossi herrann hékk,
hér að, mín sála, gætum,
virðingartitil fagran fékk
með forprís sakleysis mætum,
að hjálparfús
heiti Jesús
heimsins lausnarinn góði,
hver djöfli frá
oss frelsa má
flekklaus með sínu blóði.
4.
Nasarenus hann nefnist þar.
Náttúruspilling manna
fráskilinn einn að vísu var.
Vel þekka hlýðni sanna
sýndi hann hreint,
ljóst bæði og leynt
lifandi Guði einum,
hans tignar son,
trúr, forsjáll þjón,
tryggur í öllum greinum.
5.
Kóngur Gyðinga klár og hreinn
í krafti guðlegum drottnar.
Sá Davíðs stól skal erfa einn,
aldrei hans ríki þrotnar.
Ísraels hrós,
heiðinna ljós,
heitinn forfeðrum lengi.
Svoddan titil
sómdi rétt vel,
sál mín, þinn herra fengi.
6.
Svoddan virðingu vildu hann
vondir Gyðingar sneyða.
Heiftaröfundin í þeim brann,
af því Pílatum beiða
orðtak það brátt
á allan hátt
úr færa settum máta.
Hann kvað við nei,
því það vill ei
þeim drottinn veitast láta.
7.
Dramblátum setur drottinn skammt
með djörfung þeirra og hrekki.
Þeim líðst svo sem hann lofar framt,
lengra komast þeir ekki.
Allt skal mitt traust
efunarlaust
á hans makt jafnan standa.
Hvað munu mér
þá mennirnir
mega í nokkru granda?
8.
Í þrennslags tungum var þetta skráð
því að vor herrann mildi
vildi sín elska, ást og náð
allri þjóð boðast skyldi.
Hvert tungumál
með huga og sál
heiðri þig, Jesú góði,
sem kvölin þín
og krossins pín
keypti frá syndamóði.
9.
Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt útbreiði
um landið hér
til heiðurs þér,
helst mun það blessun valda,
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
10.
Handskrift var ein yfir höfði mér,
hver mína sálu grætti.
Önnur stóð, Jesú, yfir þér
sem angrið míns hjarta bætti.
Jesú, þú ert
útvalinn bert.
Undir kóngsstjórnan þinni
árla og síð
um alla tíð
óhætt er sálu minni.
.................Amen
Orðskýringar:
forprís: vegsemd
klár: skír, hreinn
Nasarenus: Hallgrímur hefur hér (4. v.) í huga nasaíreaheitið, sem lýst er í 4. Mós. 6, 1-21, og þeir unnu, sem vildu helga sig Guði með sérstökum hætti til ákveðins verkefnis eða ævilangt. Orðið er óskylt Nasare(n)us (,,frá Nasaret") en Hallgrímur notfærir sér hljóðlíkingu orðanna til útleggingar á sérstöðu Krists.
syndamóður: mæða, byrði, þraut vegna synda
forprís: vegsemd
klár: skír, hreinn
Nasarenus: Hallgrímur hefur hér (4. v.) í huga nasaíreaheitið, sem lýst er í 4. Mós. 6, 1-21, og þeir unnu, sem vildu helga sig Guði með sérstökum hætti til ákveðins verkefnis eða ævilangt. Orðið er óskylt Nasare(n)us (,,frá Nasaret") en Hallgrímur notfærir sér hljóðlíkingu orðanna til útleggingar á sérstöðu Krists.
syndamóður: mæða, byrði, þraut vegna synda