42. sálmur
Það fimmta orð Kristí á krossinum
1.
Í sárri neyð | sem Jesús leið
sagði hann glöggt: Mig þyrstir.
Svo ritning hrein | í hverri grein
uppfylltist ein.
Um það mig ræða lystir.
2.
Strax hljóp einn að | sem heyrði það,
hitta njarðarvött kunni,
lét á reyrprik, | drap í edik
með ill tilvik
og bar Jesú að munni.
3.
Forundrast má, | mín sál, þar á
maðurinn, hver þess gætir,
að hann sem ráð | hefur með dáð
á himni og láð,
hörmung þvílíkri mætir.
4.
Hann, sá sem vín | af valdi sín
úr vatni sætt tilreiddi,
með sorgarskikk | fékk súrt edik
fyrir svaladrykk
þá sárt hann þorstinn neyddi.
5.
Því mundi ei hér | til hlífðar sér
herrann edikið líka
sem vín ágætt | gjöra vel sætt,
fyrst gat það bætt
hans guðdómsmaktin ríka?
6.
Komin var tíð, | kraftaverk fríð
Kristur ei gjöra skyldi.
Hin stundin þá | fyrir hendi lá,
hryggð, kvöl og þrá
herrann vor líða vildi.
7.
Kraftaverk hrein | kenndu þá grein
að Kristur Guðs sonur væri.
En kvölin hans | sýndi til sanns
að syndugs manns
sektir og gjöld hann bæri.
8.
Guðs einkason | gjörðist vor þjón
þá græddi hann mein og kvíða.
En offurlamb best | hann orðinn sést
fyrir utan brest,
í því hann kvöl nam líða.
9.
Af stríði því | sem stóð hann í,
styrkleiki mannsnáttúru,
þreytast mjög vann | því þyrsti hann, þáði vökvann
þó af ediki súru.
10.
Í annan stað | merk, maður, það
og minnst þess hverju sinni,
að herrann Krist | hefur mest þyrst
af ást og lyst
eftir sáluhjálp þinni.
11.
Ó maður, nú | þenk þar um þú,
þinn hugur blygðast skyldi.
Guð þyrstir hér | að hjálpa þér
en hjarta þitt er
óþyrst eftir hans mildi.
12.
Heyr þú, sál mín, | talar til þín
tryggðabrúðguminn góði:
Þyrstur ég er | í hryggðum hér,
svo hjálpi ég þér
úr hættu kvalanna flóði.
13.
Ber honum síst, | þess bið ég víst,
beiskan drykk hræsnisanda.
Orðin hans hrein | á alla grein
fyrir utan mein
óbrjáluð láttu standa.
14.
Upp á orð þín | svarar sál mín,
sorgin þó málið heftir:
Sjálf þyrsti ég nú, | þýði Jesú,
og það veist þú,
þinni miskunnsemd eftir.
15.
Ekki er hjá mér | það þyrstum þér
þori ég nú fram að bjóða,
nema fá tár, | trú veik, þó klár,
sem til þín stár.
Tak það og virð til góða.
16.
Lof, dýrð sé þér, | lausn fékkstu mér
og lést þig svo miklu kosta.
Hjartað á ný | huggast af því
að ég er frí
frá eilífum kvalaþorsta.
...................Amen
1.
Í sárri neyð | sem Jesús leið
sagði hann glöggt: Mig þyrstir.
Svo ritning hrein | í hverri grein
uppfylltist ein.
Um það mig ræða lystir.
2.
Strax hljóp einn að | sem heyrði það,
hitta njarðarvött kunni,
lét á reyrprik, | drap í edik
með ill tilvik
og bar Jesú að munni.
3.
Forundrast má, | mín sál, þar á
maðurinn, hver þess gætir,
að hann sem ráð | hefur með dáð
á himni og láð,
hörmung þvílíkri mætir.
4.
Hann, sá sem vín | af valdi sín
úr vatni sætt tilreiddi,
með sorgarskikk | fékk súrt edik
fyrir svaladrykk
þá sárt hann þorstinn neyddi.
5.
Því mundi ei hér | til hlífðar sér
herrann edikið líka
sem vín ágætt | gjöra vel sætt,
fyrst gat það bætt
hans guðdómsmaktin ríka?
6.
Komin var tíð, | kraftaverk fríð
Kristur ei gjöra skyldi.
Hin stundin þá | fyrir hendi lá,
hryggð, kvöl og þrá
herrann vor líða vildi.
7.
Kraftaverk hrein | kenndu þá grein
að Kristur Guðs sonur væri.
En kvölin hans | sýndi til sanns
að syndugs manns
sektir og gjöld hann bæri.
8.
Guðs einkason | gjörðist vor þjón
þá græddi hann mein og kvíða.
En offurlamb best | hann orðinn sést
fyrir utan brest,
í því hann kvöl nam líða.
9.
Af stríði því | sem stóð hann í,
styrkleiki mannsnáttúru,
þreytast mjög vann | því þyrsti hann, þáði vökvann
þó af ediki súru.
10.
Í annan stað | merk, maður, það
og minnst þess hverju sinni,
að herrann Krist | hefur mest þyrst
af ást og lyst
eftir sáluhjálp þinni.
11.
Ó maður, nú | þenk þar um þú,
þinn hugur blygðast skyldi.
Guð þyrstir hér | að hjálpa þér
en hjarta þitt er
óþyrst eftir hans mildi.
12.
Heyr þú, sál mín, | talar til þín
tryggðabrúðguminn góði:
Þyrstur ég er | í hryggðum hér,
svo hjálpi ég þér
úr hættu kvalanna flóði.
13.
Ber honum síst, | þess bið ég víst,
beiskan drykk hræsnisanda.
Orðin hans hrein | á alla grein
fyrir utan mein
óbrjáluð láttu standa.
14.
Upp á orð þín | svarar sál mín,
sorgin þó málið heftir:
Sjálf þyrsti ég nú, | þýði Jesú,
og það veist þú,
þinni miskunnsemd eftir.
15.
Ekki er hjá mér | það þyrstum þér
þori ég nú fram að bjóða,
nema fá tár, | trú veik, þó klár,
sem til þín stár.
Tak það og virð til góða.
16.
Lof, dýrð sé þér, | lausn fékkstu mér
og lést þig svo miklu kosta.
Hjartað á ný | huggast af því
að ég er frí
frá eilífum kvalaþorsta.
...................Amen
Orðskýringar:
klár: hreinn
njarðarvöttur: svampur
skikkun: hegðun
þrá: hugsýki, hryggð
klár: hreinn
njarðarvöttur: svampur
skikkun: hegðun
þrá: hugsýki, hryggð