46. sálmur
Um teiknin sem urðu við Kristí dauða
1.
Þegar Kristur á krossins tré
kannaði dauðann stríða,
teikn og stórmerki mestu ske,
mælir svo ritning fríða.
Musteristjaldið mjög umvent
í miðju varð að rifna í tvennt,
hristist jörð harla víða.
2.
Sundur klofnuðu björgin blá,
byrgð leiðin opnast fóru,
líkamar dauðra lifna þá.
Lít hér þau undrin stóru.
Eftir lausnarans upprisu
inn í borgina vitjuðu,
af sumum þar séðir voru.
3.
Hvað hér historían hermir rétt,
hygg að því, sál mín mæta.
Þér til lærdóms er það fram sett,
þess áttu vel að gæta.
Jörðin sjálf þegar Jesús dó,
jafnvel þeir hörðu klettar þó
sýndu meðaumkun sæta.
4.
Steini harðara er hjartað það
sem heyrir um Jesú pínu,
gefur sig þó þar ekki að,
ann meir gjálífi sínu.
Kann nokkuð svoddan kalt hugskot
Kristí dauða að hafa not?
Guð stjórni geði mínu.
5.
Það má undra, hin þunga jörð
þreyði ei kyrru að halda.
Blágrýtis einnig björgin hörð
bresti liðu margfalda.
Holdið þó ei né hjartað manns
hryggist við pínu skaparans
sem hans þó hlaut að gjalda.
6.
Fortjaldið sýnir sannleik þann,
sundur þá rifna náði.
Aftakast skyldi öll fyrir sann,
eftir Guðs settu ráði,
Gyðingakynsins kóngleg stjórn,
kennivaldið og lögmálsfórn,
sem ritning sjálf um spáði.
7.
Hindrun réð öllum ærið stór
inn í Guðs ríki banna,
því veldur syndasektin vor
og saurugleikinn verkanna.
En fyrir Jesú dýrstan deyð
drottinn tilbjó oss opna leið
héðan upp til himnanna.
8.
Hér í kristninnar helgidóm
höfum vér frelsi að ganga.
Þar boðast náð og blessun fróm,
burt er þá sorgin stranga.
Sálin vor hefur búna braut
beint í Abrahams gleðiskaut
eftir heims hörmung langa.
9.
Frelsarans dauða einnig að
önduð líkin hér njóta.
Guðlegur kraftur gjörði það,
grafirnar opnast hljóta.
Því drottins Jesú dauði á kross
dauðann sigraði fyrir oss,
afl hans og brodd nam brjóta.
10.
Merk að úr jörðu mátti ei neinn
maður frá dauðum standa
fyrr en tjáði vor herra hreinn
hold sitt aftur lifanda.
Fyrstur allra því upp reis hann
af eigin krafti og þar með fann
endurlausn oss til handa.
11.
Höfðinginn krossi herrans hjá,
hér með allt fólkið líka,
jafnsnart er svoddan jarðteikn sjá
játning þeir gjörðu slíka:
Sannlega hefur saklaus hann
og sonur Guðs verið þessi mann,
brjóst slá og brátt heim víkja.
12.
Fólkið sem harða krossins kvöl
Kristó fyrst óska náði,
fann nú hið þyngsta í brjósti böl,
beiskleg samviskan þjáði.
Of hastarlegan úrskurð flý
ef þú vilt vera af sorgum frí.
Hætt er rasanda ráði.
13.
Dauðinn þinn, Jesú drottinn, þá
dýrlegan kraft út sendi,
heiðnum manni svo hér við brá,
hann þig, Guðs son, meðkenndi.
Ég bið gæskunnar geðið þitt,
gefðu við lifni hjartað mitt,
að svo frá illu vendi.
.................Amen
1.
Þegar Kristur á krossins tré
kannaði dauðann stríða,
teikn og stórmerki mestu ske,
mælir svo ritning fríða.
Musteristjaldið mjög umvent
í miðju varð að rifna í tvennt,
hristist jörð harla víða.
2.
Sundur klofnuðu björgin blá,
byrgð leiðin opnast fóru,
líkamar dauðra lifna þá.
Lít hér þau undrin stóru.
Eftir lausnarans upprisu
inn í borgina vitjuðu,
af sumum þar séðir voru.
3.
Hvað hér historían hermir rétt,
hygg að því, sál mín mæta.
Þér til lærdóms er það fram sett,
þess áttu vel að gæta.
Jörðin sjálf þegar Jesús dó,
jafnvel þeir hörðu klettar þó
sýndu meðaumkun sæta.
4.
Steini harðara er hjartað það
sem heyrir um Jesú pínu,
gefur sig þó þar ekki að,
ann meir gjálífi sínu.
Kann nokkuð svoddan kalt hugskot
Kristí dauða að hafa not?
Guð stjórni geði mínu.
5.
Það má undra, hin þunga jörð
þreyði ei kyrru að halda.
Blágrýtis einnig björgin hörð
bresti liðu margfalda.
Holdið þó ei né hjartað manns
hryggist við pínu skaparans
sem hans þó hlaut að gjalda.
6.
Fortjaldið sýnir sannleik þann,
sundur þá rifna náði.
Aftakast skyldi öll fyrir sann,
eftir Guðs settu ráði,
Gyðingakynsins kóngleg stjórn,
kennivaldið og lögmálsfórn,
sem ritning sjálf um spáði.
7.
Hindrun réð öllum ærið stór
inn í Guðs ríki banna,
því veldur syndasektin vor
og saurugleikinn verkanna.
En fyrir Jesú dýrstan deyð
drottinn tilbjó oss opna leið
héðan upp til himnanna.
8.
Hér í kristninnar helgidóm
höfum vér frelsi að ganga.
Þar boðast náð og blessun fróm,
burt er þá sorgin stranga.
Sálin vor hefur búna braut
beint í Abrahams gleðiskaut
eftir heims hörmung langa.
9.
Frelsarans dauða einnig að
önduð líkin hér njóta.
Guðlegur kraftur gjörði það,
grafirnar opnast hljóta.
Því drottins Jesú dauði á kross
dauðann sigraði fyrir oss,
afl hans og brodd nam brjóta.
10.
Merk að úr jörðu mátti ei neinn
maður frá dauðum standa
fyrr en tjáði vor herra hreinn
hold sitt aftur lifanda.
Fyrstur allra því upp reis hann
af eigin krafti og þar með fann
endurlausn oss til handa.
11.
Höfðinginn krossi herrans hjá,
hér með allt fólkið líka,
jafnsnart er svoddan jarðteikn sjá
játning þeir gjörðu slíka:
Sannlega hefur saklaus hann
og sonur Guðs verið þessi mann,
brjóst slá og brátt heim víkja.
12.
Fólkið sem harða krossins kvöl
Kristó fyrst óska náði,
fann nú hið þyngsta í brjósti böl,
beiskleg samviskan þjáði.
Of hastarlegan úrskurð flý
ef þú vilt vera af sorgum frí.
Hætt er rasanda ráði.
13.
Dauðinn þinn, Jesú drottinn, þá
dýrlegan kraft út sendi,
heiðnum manni svo hér við brá,
hann þig, Guðs son, meðkenndi.
Ég bið gæskunnar geðið þitt,
gefðu við lifni hjartað mitt,
að svo frá illu vendi.
.................Amen
Orðskýringar:
frómur: góður
snart: skjótt
frómur: góður
snart: skjótt