Þrengjandi fólk
Þrengjandi fólk

Þú vilt reyna að stjórna mér, sálgreyna mig
hættaað horfa á mig hóra, lið fyrir lið
ég er bara svona mella, sjálfur um sig
þú vilt reynað vaka yfir mér, þú pirrar mig
þú verður uppáþrengjandi, hugsaðum þig
þú verður tímalengjandi, eltandi mig
reynandi að skilja stúlku, hugsaðum þig
horfir á mig grefur svo djúpt, spyrjandi mig
brennir litlu heilasælur, Birgitta Rós
hugsar með þér hvað er að þér, ertu þunglynd
litla reiða stelpukind, þetta er sind
hver er orsök og hvaða rök, hefur stúlkan
hvers vegna ertu svona leið, og svona reið
þetta er bara gelgjuskeið, leiðin er greið
taktu á vandamálinu, og taktu lit
þetta segja þau sem hugsa, og mynda hnit

Þú skilur mig ekki og munt ekki skilja
svo láttu mig vera það er ég að vilja
ein á barmi örvæntingarinnar minnar
eiga líf vinkonunnar, vinkonu þinnar

Augnarráð svíður mig fokk jú, þú stöðvar mig
og hugsaðu um sjálfa þig, ég hata þig
og þú ofsækir mig stöðugt, særandi mig
hættu strax að horfa á mig, vá! þennan ríg
láttu þig nú bara hverfa, brothætt er líf
burt, burt úr mínu strax ekkert gaman
burt burt og láttu eins og ég þér er sama
þú ert útlendingurinn hér, þessu lífi
munt ekki ná því bara gat, hjartað ég rífi
ég vil bara næði alein, útí horni
er bara að skapa vandræði, sái korni
korni í svartann akurinn, akurinn minn
sem skýlir mér langt burt frá þér, en barum sinn
hvernig myndi þér líða ef, ég horfá þig
hvernig væri það að bíða, að fá smá grið
hættað horfa á mig hóra, sálgreina mig

Þú skilur mig ekki og munt ekki skilja
svo láttu mig vera það er ég að vilja
ein á barmi örvæntingarinnar minnar
eiga líf vinkonunnar, vinkonu þinnar.
 
Birgitta Róz
1988 - ...


Ljóð eftir Birgittu Róz

Elsku Amma
Þrengjandi fólk
Án þín
Söknuður
Bláu augun þín
Svo hrædd
Hyldýpi/Fyllerí
Stelpan
Hefnd
Systir mín
Rétti, vitri þú
03.ágúst.04
Frekja
Hann
Sár
Whu?
Hann og dúkkurnar
*Þú
Draumur
Móður ást.?
Ó vá!
Það var þá...