Hugnun
Nautgæfa fóðurgrasið grær
á leiði móður þinnar þjáðu.
Því ertu hljóður, frændi? Sjáðu,
hvar bóndi góður björg sér fær.

Þúfu, sem slær hann, undir er
sú ein, sem kæran haft þig hefur,
í hjúpi væran dúr hún sefur.
- Heytuggu nær hann handa sér.

Þar er nú prýðin fljóða frægst,
móðurorð blíð á mjúkum vörum,
málfærið þýða, ljúft í svörum,
upplitið fríða, ástarnægst?

Seinna meir skaltu sama veg.
Raunar er kalt í rúmi þröngu,
og rökkrið svalt, en fyrir löngu
veiztu það allt eins vel og ég.

Nú færðu ekki að sjá um sinn
meira af rekkju móður þinnar,
maðkurinn þekkir skrautið innar.
Því hlærðu ekki, herra minn?  
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Skrælingjagrátur
Hugnun
Batteríski syndarinn
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Andvökusálmur
Á nýjársdag 1845
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Óhræsið
Laxinn
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Ég bið að heilsa
Söknuður
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Ísland
Stökur
La belle
Ad matrem orbatam
Vorvísa
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti
Fjallið Skjaldbreiður