Spiladósin
Hversu falleg er ein spiladós?
Spyr ég og horfi á hana.
Fimm englar eru á henni
og hún snýst í hringi með englana
og spilar jólalög.
Amma átti þessa spiladós,
ég á hana núna,
það er alltaf jólaskap
þegar ég heyri í henni.
Maður kemst í gott skap
og í huganum dansar maður
og syngur í hjarta sínu.
Hún brotnaði um daginn,
í kassanum,
þá tók ég límið
og límdi englana tvo sem duttu
það er kanski málið að taka fram lím
og líma heiminn.  
Lily2
1990 - ...
Ég erfði spiladós eftir hana ömmu mína, og hún spilar jólalag. Mér þykir ákaflega vænt um þessa spiladós.


Ljóð eftir Lily2

Þessi jól
Hver er ég?
Snjóflyksur
Jólanótt
Jólatréð
Kertið
Spiladósin
Halló?
Krabbamein í öðru landi
Að ná ljóði
Stelpan mín
Enlenska
Nótur
Ómur
Flugur
Myrkur
Tóm
Rigning
Vinnuskólavesti
Heyrnarlaus
Gleraugun
Írland
Augu
Loforð
Gervijólatré
Kassinn
Í bíó
Til pabba
Æfingaakstur
Prinsinn á hvíta hestinum
Frost í jörðu
My guy
Hann vill
Kortið