Augu
Þegar ég mætti honum
djöflinum sjálfum
þegar ég var að versla.

Þegar ég mætti honum
djöflinum sjálfum
þegar ég var að vinna.

Þegar ég mætti honum
djöflinum sjálfum
þegar ég hugsaði.

Þá horfði ég í augun á honum
en þar var ekkert nema tómið
sem yfirtók mann
og algert vonleysi
sem étur mann að innan.

Þegar ég horfði í augun á honum
djöflinum sjálfum
fann ég eymd allra.

Þegar ég horfði í augun á honum
djöflinum sjálfum
fann ég hungur heimsins.

Þegar ég horfði í augun á honum
djöflinum sjálfum
fann ég vanlíðan allra.

Þegar ég fann fyrir hörmungum heimsins
vissi ég að djöfullinn er alls staðar
þar sem hann kemst að.

Ég sá hann skína í augum fólks
augnaráð frá djöflinum sjálfum.  
Lily2
1990 - ...
Það er myrkur


Ljóð eftir Lily2

Þessi jól
Hver er ég?
Snjóflyksur
Jólanótt
Jólatréð
Kertið
Spiladósin
Halló?
Krabbamein í öðru landi
Að ná ljóði
Stelpan mín
Enlenska
Nótur
Ómur
Flugur
Myrkur
Tóm
Rigning
Vinnuskólavesti
Heyrnarlaus
Gleraugun
Írland
Augu
Loforð
Gervijólatré
Kassinn
Í bíó
Til pabba
Æfingaakstur
Prinsinn á hvíta hestinum
Frost í jörðu
My guy
Hann vill
Kortið