Gervijólatré
Ég hef ákafa andstyggð
á þessu jólatré
það stendur þarna úr plasti

Þótt ég standi þarna,
einum metra frá
þá truflar lyktarleysið mig

Einu sinni þegar ég var lítil
komst ég í jólaskap
þegar ég fann grenilykt.

Það er búið að taka það frá mér
Þetta ógeðslega plastdrasl
stendur þarna, drekkhlaðið jólaskrauti.

Það er jólaskraut sem ætlað var lifandi trjám,
og hefur setið síðan ég man eftir mér,
á lifandi trjám.

Ef bara jólaskrautið væri ekki þarna
til þess að sefa huga minn
myndi ég kveikja í því.

En þá man ég,
að það myndi bara bráðna,
og eyðileggja gólfið.  
Lily2
1990 - ...


Ljóð eftir Lily2

Þessi jól
Hver er ég?
Snjóflyksur
Jólanótt
Jólatréð
Kertið
Spiladósin
Halló?
Krabbamein í öðru landi
Að ná ljóði
Stelpan mín
Enlenska
Nótur
Ómur
Flugur
Myrkur
Tóm
Rigning
Vinnuskólavesti
Heyrnarlaus
Gleraugun
Írland
Augu
Loforð
Gervijólatré
Kassinn
Í bíó
Til pabba
Æfingaakstur
Prinsinn á hvíta hestinum
Frost í jörðu
My guy
Hann vill
Kortið