Söknuður
Man ég þig, mey,
er hin mæra sól
hátt í heiði blikar.
Man ég þig, er máni
að mararskauti
sígur silfurblár.

Heyri ég himinblæ
heiti þitt
anda ástarrómi.
Fjallbuna þylur
hið fagra nafn
glöð í grænum rinda.

Lít ég það margt,
er þér líkjast vill
guðs í góðum heimi:
brosi dagroða,
blástjörnur augum,
liljur ljósri hendi.

Hví hafa örlög
okkar beggja
skeiði þannig skipt?
Hví var mér ei leyft
lífi mínu
öllu með þér una?

Löngum mun ég,
fyrr hin ljósa mynd
mér úr minni líði,
á þá götu,
er þú ganga hlýtur,
sorgaraugum sjá.

Sólbjartar meyjar,
er ég síðan leit,
allar á þig minna.
Því geng ég einn
og óstuddur
að þeim dimmu dyrum.

Styð ég mig að steini,
stirðnar tunga,
blaktir önd í brjósti.
Hnigið er heimsljós,
himinstjörnur tindra. -
Eina þreyi ég þig.


 
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Skrælingjagrátur
Hugnun
Batteríski syndarinn
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Andvökusálmur
Á nýjársdag 1845
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Óhræsið
Laxinn
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Ég bið að heilsa
Söknuður
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Ísland
Stökur
La belle
Ad matrem orbatam
Vorvísa
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti
Fjallið Skjaldbreiður