Ást I
Það er svo erfitt að skilgreina þessa tilfinningu
en hún er þægileg
það er svo erfitt að skilja hana
en hún veitir mér öryggi
mér finnst eins og ég hafi alltaf þekkt þig
og það er ótrúlegt
Ég er með þér
og gleymi
þú kyssir mig
og ég finn eitthvað nýtt
þetta er ekki eins og hinir
og ég er glöð
Aldrei sleppa mér
og þá verð ég hamingjusöm.
Þú gerir mig hamingjusama
og ég vil ekki að það hætti.  
Silja Björk
1992 - ...
Þetta ljóð er samið sumarið 2008 þegar ég kynntist sérstakri manneskju.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann