Móðurást
Vefðu mig í öryggi móðurbrjóstanna
eins og þú gerðir
áður en hormónarnir gerðu uppreisn
og drungi unglingsáranna
læddist yfir mig

Haltu mér í traustum örmum þínum
eins og þú gerðir
áður en allt varð ómögulegt
og þungi lífsins
steyptist yfir mig

Strjúktu mér með lófum þínum
eins og þú gerðir
áður en ég áttaði mig á lífinu
og allar áhyggjur heimsins
helltust yfir mig

Elskaðu mig alltaf
eins og þú gerðir
um leið og þú fékkst mig í fangið
fyrir sautján árum  
Silja Björk
1992 - ...
Ég elska mömmu mína.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann