Prakkarastrik II
Ég og besti vinur minn
hann Ísak,
okkur langaði í nammi
dísætt nammið úr Villasjoppu
hinum megin í hverfinu

Ég og besti vinur minn
hann Ísak,
örkuðum með fulla vasana af gulli
störðum á úrvalið
keyptum marga froskabita
og gular bananastangir

Ég og besti vinur minn
hann Ísak
fengum illt í magann
og vorum skömmuð
því við átum of mikið
af ljúffengum froskabitum  
Silja Björk
1992 - ...
2008. Þetta er kannski ekki beint prakkarastrik en mér finnst gaman að skrifa um ljúfsárar æskuminningar.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann