Svarti homminn
Í fyrra lífi
var ég pottþétt svartur hommi
bresk díva beint úr ræsinu
drakk óhóflega og dópaði dag og nótt
dragdrottning dásamlegra draumanna
allsber, hífaður hippi
barðist fyrir rétti lítilmagnans
og óverdósaði bigtæm einhversstaðar
á subbulegu almenningsklói
með sterka réttlætiskenndina í annarri
og ískalda sprautuna í hinni  
Silja Björk
1992 - ...
2007
Íhuganir mínar um fyrra líf mitt.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann