Prakkarastrik III
Mig og besta vin minn,
hann Ísak,
okkur langaði að leika ruslakarla
skítuga, stóra ruslakarla
eins og við sáum taka tunnurnar

Ég og besti vinur minn
hann Ísak,
sturtuðum úr dótakössunum
rótuðum í draslinu
fleygðum öllum fötunum
og það sást ekki í gólfið

Ég og besti vinur minn,
hann Ísak,
rusluðum til
og vorum skömmuð
því herbergið hans Ísaks
var eins og ruslahaugur
 
Silja Björk
1992 - ...
Já, ég og Ísak Herner brölluðum margt saman í æsku. 2009.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann