Bíltúr
Ég er bíll.
Ég keyri áfram í reiðileysi.
Fyrst, jafnslétta.
Síðan, grýttur jarðvegur lífsins.

Það er erfitt að keyra áfram
Í eld og brennistein.
Og bílinn er lemstraður.
Bílinn er beyglaður.

Um leið og ég hef keyrt
Í gegnum kulda og vosbúð
Í gegnum iður heljar
Og allt var svo erfitt
Ætlaði engan endi að taka
Kemur jafnslétta

Með fallegu umhverfi
Og rólegum vegi
Sveitasæla
Og jafnvel bílfélagi

Ég hef aðeins verið að keyra
Í sveitasælunni
Stutt
Þegar áður en ég veit
steypist ég niður brekkuna

Niður grýtta
Þverhnípta brekkuna
Áfram
Og bremsurnar biluðu
Varadekkið er sprungið
Bílfélaginn dauður

Það er ekkert verkstæði
í Ódáðahrauni sálarlífs míns.
 
Silja Björk
1992 - ...
17.nóvember 2008.
Ég er í tilvstarkreppu.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann