Ein nótt, níu mánuðir.
Eina nótt
hún varð blind
búin að lofa mömmu
um enga synd

Blinduð af hrifningu
blinduð af ást
blinduð af víni
það sást

Staðurinn, stundin
allt var svo rétt
svo gott
og þétt

Taktfastar mjaðmir
og stinnir partar
mjúklega
engin kvartar

Þetta var bara eitt skipti
vellíðunin ein
svo heitt
en hún var ei lengur hrein

Þetta var ekki eins og í bókum
myndum og sögum
með fallegri tónlist
og ljúfum lögum

Subbulegt, alls ekki töff
allt eitthvað svo ljótt
leið tíminn
allt of fljótt

Eina nótt
svo níu mánuðir
alein og ung
ein í heiminum

Ekki láta fallast
af fullum gæjum
sem leita að einu
einni nótt hjá flottum pæjum
 
Silja Björk
1992 - ...
2007
Mér fannst ég verða að koma þessu á framfæri.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann