Óður til Stanley.
Ó, að við gætum öll verið eins og þú, Stanley
svona hæfileikarík og óstöðvandi, Stanley
og svo áhrifamikill líkt og þú, stanley
með svona þenkjandi höfuð, Stanley

Hví getum við ekki öll verið Stanley, Stanley?
Listrænir leikstjórar lífsins, Stanley
algjörlega sama um alla aðra, Stanley
fullkomnunarsinni til hins ýtrasta, Stanley

Hvernig er að vera eins og þú, Stanley?
Komast upp með allt, Stanley
vera hafinn upp til stjarnanna, Stanley
svo fáránlega góður, Stanley

Ég dræpi fyrir gáfur þínar Stanley
rytjulegt hárið og garmana, Stanley
kringlótt gleraugun á nefbroddinum, Stanley
hæfileikana og viljann, Stanley

Og að vinna eins og þú, Stanley
svo vel að maður grípur andann á lofti, Stanley
fullkomnar kvikmyndirnar, Stanley
ég tilbið þig á hverjum degi, Stanley.
 
Silja Björk
1992 - ...
Ég lít mikið upp til Stanley Kubrick. Þetta er úr seríunni 'Óður til stjarnanna' sem ég er að vinna að núna. 2008


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann