Einhverstaðar í fortíðinni
Ég vildi að klukkan væri korter í miðnætti
einhversstaðar í fortíðinni
og að ég stæði á dyraþrepinu
að velta því fyrir mér hvort ég ætti að dingla

Ég vildi að klukkan væri kortér í átta
á þriðjudagsmorgni
einhverstaðar í fortíðinni
og ég væri með blóðnasir
að reyna að velja mér morgunmat

Ég vildi að klukkan væri kortér í þrjú
á föstudagskvöldi
einhverstaðar í fortíðinni
og við lægjum í rúminu
að vera ung og áhyggjulaus

Ég vildi að klukkan væri kortér í tvö
á laugardagskvöldi
einhverstaðar í fortíðinni
og við værum að fíflast
að gera hluti sem enginn má heyra

Ég vildi að klukkan væri kortér í fjögur
á miðvikudagsnóttu
einhverstaðar ekki svo langt í fortíðinni
og ég stæði fyrir framan bílinn
að segja þér að ég ætlaði að keyra þig heim

Ég vildi að klukkan væri kortér í hamingju
akkúrat hérna í nútíðinni
og ég væri að halda utan um þig
að segja við þig, verum alltaf vinir
 
Silja Björk
1992 - ...
2009


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann