Dúfa.
Á drifhvítum vængjum
dansar þú dúfa
svífur um á sumarsins sængum
leikur söng þinn ljúfa

Og þó þú þjáist
og þunglyndi ei þolir
syngdu svo ei það sjáist
að innst inni, sárlega sál þín volir

Treystur mér, töturlega táta
trúgirni er treglynd gáfa
auðvaldið mun aldrei játa
eirðarlausir um frónna ráfa

Gleður það þig gæskan,
að gjörvallt landið grætur,
og ljómi landsins, ljúfa æskan
liggur í leyni, snöktandi um nætur?

Á drifhvítum vængjum
deyrð þú dúfa
blóðrauðir dropar
sumarsins ljúfa
snerta hold þitt,
kalt sem nýsleginn kopar
og auðvaldið hendur í andlit grúfa.  
Silja Björk
1992 - ...
9.10.08.
Tilfinningaklám um kúgun auðvaldsins.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann