Skýjabúi
Stundum vildi ég
að ég byggi í skýjunum
líkt og skýjabúi

svæfi á dúnmjúkum hnoðrum
og hlypi um á tánum
við sólina
líkt og skýjabúi

ég myndi hrista niður rigninguna
og dreifði litlum snjókornum
líkt og skýjabúi

og stundum, kastaði ég niður eldingum
eða færði mig frá sólinni
líkt og skýjabúi

ég kæmi til þín í svefni
og laumaði litlum draumum í kollinn þinn
líkt og skýjabúi

ég væri hátt, hátt uppi
við hliðina á tunglinu
og sólinni
líkt og skýjabúi

og á kvöldin
myndi ég breiða sængurnar
yfir látin börnin
og syngdi til þeirra angurvært lag
líkt og skýjabúi
 
Silja Björk
1992 - ...
2007
Þetta ljóð á að vera einskonar angurvær vögguvísa, krúttleg með sorglegu ívafi. Ég skrifaði það líka á ensku.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann