Prakkarastrik I
Ég og besti vinur minn
hann Ísak,
okkur langaði í blóm
litskrúðug blómin hennar Rósu
í næsta húsi

Ég og besti vinur minn
hann Ísak
trítluðum í garðinn
í sumarsins litadýrð
slitum upp túlípana
og kölluðum þá páskaliljur

Ég og besti vinur minn
hann Ísak
gáfum mömmum okkar blóm
en lentum í skammarkróknum
meðan Rósa plantaði bara nýjum  
Silja Björk
1992 - ...
2008. Við Ísak Herner, besti vinur minn, vorum algjörir ormar í æsku.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann