

Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
Ég lifi' í Jesú nafni,
í Jesú nafni' eg dey,
þó heilsa' og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti' eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
Ég lifi' í Jesú nafni,
í Jesú nafni' eg dey,
þó heilsa' og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti' eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
Brot
Sb. 1671
Sb. 1671