Hulduljóð
Skáld er ég ei, en huldukonan kallar
og kveða biður hyggjuþungan beim.
Mun ég því sitja, meðan degi hallar
og mæddur smali fénu kemur heim,
þar sem að háan hamar fossinn skekur
og hulduþjóð til næturiðju vekur.
Þrumi eg á bergi, þýtur yfir hjalla
þokan að hylja mig og kaldan foss.
Nú skal úr hlíðum hárra Tinnufjalla,
svo huldumeyjar þægan vinni koss,
óbrotinn söngur yfir dalinn líða
eins og úr holti spóaröddin þýða.
Þú, sem að byggir hamrabýlin háu,
hjartanu mínu alla daga kær,
sólfagra mey, djúpt undir bergi bláu,
bústu að sitja vini þínum nær.
Döggsvalur úði laugar lokkinn bleika,
ljós er af himni, næturmyndir reika.
Hvers er að dyljast? Harma sinna þungu.
Hlægja þeir öld, er ræður þeim ei bót.
Hvers er að minnast? Hins, er hverri tungu,
huganum í svo festa megi rót,
ætlanda væri eftir þeim að ræða,
sem orka mætti veikan lýð að fræða.
Að fræða! Hver mun hirða hér um fræði?
Heimskinginn gerir sig að vanaþræl.
Gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði.
Leirburðarstagl og holtaþokuvæl
fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður.
Bragðdaufa rímu þylur vesall maður.
og kveða biður hyggjuþungan beim.
Mun ég því sitja, meðan degi hallar
og mæddur smali fénu kemur heim,
þar sem að háan hamar fossinn skekur
og hulduþjóð til næturiðju vekur.
Þrumi eg á bergi, þýtur yfir hjalla
þokan að hylja mig og kaldan foss.
Nú skal úr hlíðum hárra Tinnufjalla,
svo huldumeyjar þægan vinni koss,
óbrotinn söngur yfir dalinn líða
eins og úr holti spóaröddin þýða.
Þú, sem að byggir hamrabýlin háu,
hjartanu mínu alla daga kær,
sólfagra mey, djúpt undir bergi bláu,
bústu að sitja vini þínum nær.
Döggsvalur úði laugar lokkinn bleika,
ljós er af himni, næturmyndir reika.
Hvers er að dyljast? Harma sinna þungu.
Hlægja þeir öld, er ræður þeim ei bót.
Hvers er að minnast? Hins, er hverri tungu,
huganum í svo festa megi rót,
ætlanda væri eftir þeim að ræða,
sem orka mætti veikan lýð að fræða.
Að fræða! Hver mun hirða hér um fræði?
Heimskinginn gerir sig að vanaþræl.
Gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði.
Leirburðarstagl og holtaþokuvæl
fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður.
Bragðdaufa rímu þylur vesall maður.