Ég ætlaði mér að yrkja
Ég ætlaði mér að yrkja
einhvern fallegan brag
en þegar til á að taka
ég tími því ekki í dag.

Ég verð að bera á báru
það besta sem mér er veitt
og seinast sofna ég frá því,
og svo fær enginn neitt.

Og það er þér að kenna
sem þrái ég alla stund,
þú áttir ekki að eiga
þenna úlfgráa hund.

Þú áttir ekki að ginna mig
á því að segja
þú skulir muna mig aftur
þegar þú ferð að deyja.

Nú er þér bregst í brjósti
blóðið og slokknar fjör
þá er ég þreyttur að lifa,
á þína kem ég för.

En hvernig heimskir náir
með hjúp og moldarflet
"unnast best eftir dauðann"
ég aldrei skilið get.  
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Skrælingjagrátur
Hugnun
Batteríski syndarinn
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Andvökusálmur
Á nýjársdag 1845
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Óhræsið
Laxinn
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Ég bið að heilsa
Söknuður
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Ísland
Stökur
La belle
Ad matrem orbatam
Vorvísa
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti
Fjallið Skjaldbreiður