Heyrnarlaus
Hljóður er dansinn
sem tungurnar dansa,
hljóður er guðinn
sem fjóra ber kransa.
Hljóður er söngur
sem fuglarnir syngja,
hljóðar eru göngur
sem elskendur ganga.
Hljóður er vindur
og rigningin með,
hljómlausar kindur
og það sem hafði skeð.

Fagur er ljósdansinn
logarnir dansa,
fagur er einnig mynda guðinn
sem fagra ber kransa.
Fagur er augnanna söngur
sem augun mín syngja,
fagrar eru göngur
sem augu mín ganga.
Finn það er vindur
því að hárið fer með,
mjúkar eru kindur
en eigi það sem hafði skeð.
 
Lily2
1990 - ...


Ljóð eftir Lily2

Þessi jól
Hver er ég?
Snjóflyksur
Jólanótt
Jólatréð
Kertið
Spiladósin
Halló?
Krabbamein í öðru landi
Að ná ljóði
Stelpan mín
Enlenska
Nótur
Ómur
Flugur
Myrkur
Tóm
Rigning
Vinnuskólavesti
Heyrnarlaus
Gleraugun
Írland
Augu
Loforð
Gervijólatré
Kassinn
Í bíó
Til pabba
Æfingaakstur
Prinsinn á hvíta hestinum
Frost í jörðu
My guy
Hann vill
Kortið