Hjólfar
Ég er föst.
föst í sama farinu
og hjólfarið er djúpt.
Mig langar héðan burt
eitthvert annað
og nýtt fólk.
Of lengi á sama stað
veldur þunglyndi
engar ögranir.
Ég hef keyrt sömu leiðina
í mörg ár
og er komin að \'Vegur endar hér\' skiltinu.
Hjálp, komdu mér burt
í nýtt umhverfi
með nýjum andlitum.
Annars rotna ég
í þessu helvítis hjólfari
um aldur og eilífð.
 
Silja Björk
1992 - ...
2007
Frá tilvistarkreppu hinni fyrri.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann