Afríkubúinn.
Sárt bítur örmagna Afríkubúi
sem ekkert hefur etið nema sand
en laust bíta aðrir hraustir menn
sem allt kvikt éta
en hugsa aldrei til örmagna Afríkubúans
sem aldrei hefur bragðað kjet og smjer.
Á meðan hinir eru feitir
er Afríkubúinn magur og sljór
hinir hugsa ekkert um þá sem minna mega sín
á meðan þeir henda matnum í ruslið
og Afríkubúinn hendir af sér dauðum flugum
grilla hinir kjet og fisk
og drekka öl
en Afríkubúinn grillar strá
og drekkur skítugt vatn.
Næst þegar þú sefur í heitu rúmi
hugsaðu þá til örmagna Afríkubúans
sem sefur í moldinni.  
Silja Björk
1992 - ...
2005/2006.
Ég samdi þetta ljóð eftir að hafa lesið um mismun á búskmönnum og Svíum í einhverri landafræðibók í fimmta eða sjötta bekk.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann