Eplakarfan
Ég fékk eplakörfu
og í körfunni voru mörg epli

Og eplin voru öll svo falleg
svo rauð og svo gljáandi

Ég starði lengi vel á þau,
ímyndaði mér hvernig eplin myndu öll bragðast

Síðan eftir langar vangaveltur
eftir að ég hafði skoðað hvert og eitt einasta epli vandlega...

Þá tók ég fallegasta eplið í körfunni,
eplið sem alla langaði að smakka

Það var svo fagurrautt
og frá því barst dísætur eplailmur,
það gljáði í sólinni eins og nýbónaður bíll á sumarmorgni

Ég bar eplið upp að vörum mínum
og beit loksins í það
Hvílíkur unaður !

Svo mjúkt, svo ferskt.
Safaríkasta epli sem ég hafði nokkurn tíman á ævi minni smakkað,
gómsætara epli hafði ég aldrei fyrr borðað.
Ég tuggði af hjartans lyst

Svo gerðist það,
að ég fann eitthvað gerast...
Eftir nokkra bita var eplið allt í einu orðið rotið, skemmt

Ég opnaði augun og sá loksins
að allan þenna tíma
hafði ég verið að borða skemmdasta eplið í körfunni

Í óðagot spýtti ég eplabitanum,
og frussaði leyfunum út úr mér.

Hafði ég virkilega ekki séð að þetta epli var skemmt ?

Og sama hvað ég geri,
sama hvað ég reyni að bursta tennurnar
eða fá mér vatnssopa...

Ég er ennþá með vont bragð í munninum.

Kannski þori ég aldrei að smakka epli aftur.
 
Silja Björk
1992 - ...
Ég er mjög hrifin af myndlíkingum. 2009.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann