Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann,
var sumarið sem ég kynntist Bakkusi
og gálulegar girndir
fæddust inni í mér

Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann,
var sumarið sem ég kynntist lostanum
og táningslegar tilfinningar
báru mig ofurliði

Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann,
var sumarið sem ég drekkti samvisku minni
og taumlausum teitunum
ætlaði aldrei að linna

Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann,
var sumarið sem ég sveif um á bleiku skýi
og hundsaði háðspottið
gegn öllu sem ég trúði

Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann,
var sumarið sem breytti öllu
og tók u-beygju umhverfis
öll mín gildi

Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann,
var sumar drauma minna
og tími lífs míns.  
Silja Björk
1992 - ...
Mars 2010. Samið um reynslu mína af sumrinu 2009.


Ljóð eftir Silju Björk

Ást I
Bíltúr
Óður til Marilyn.
Skýjabúi
Ekki er allt sem sýnist
Ólík
Hurð freistinganna I
Svarti homminn
Draumórar
Hjólfar
Ein nótt, níu mánuðir.
Óður til Stanley.
Óður til Johnny.
Prakkarastrik I
Prakkarastrik II
Hurð freistinganna II
Ást II
Dúfa.
Afríkubúinn.
Línan
Móðurást
Einhverstaðar í fortíðinni
Eplakarfan
Prakkarastrik III
Sumarið sem ég elskaði siðblindingjann