Missir
Dagur er að kveldi kominn
Komin er niðdimm nótt
Enginn er á ferli
Allir sofa rótt

En inni í húsi er kona ein
Situr þar og grætur
Hún grætur sinn yngri son
Um dimmar einmanalegar nætur

Um sumarið hann dó
Hann dó svo snöggt
Enginn gat hann kvatt
Á lífsneista hans var slökkt

Hans hlátur,hans bros og bragur
var öllum sem hann þekktu svo kær
hann var þeim einlægur vinur
og stóð þeim alltaf nær

Söknuðurinn er mikill
Fyrir móður að bera
Að missa son
Þannig á það ei að vera

En áfram dagarnir líða
Líkt og ekkert hafi gerst
Að bera þennan söknuð
Það er móður verst

Hún situr upp sína grímu
og reynir að brosa breitt
en ei er það auðvelt
því er ekki leynt

Allir hana styðja
og er það hið besta mál
en kvölin fer aldrei
hún mun ætíð herja hennar sál

Hún mun alltaf hafa í hjartastað
minningar um sinn kæra son
en ótrauð fer hún áfram lífsins veg
það er mín einlæg von


 
Katrín Ruth Þ.
1979 - ...


Ljóð eftir Katrínu Ruth Þ.

Afi minn
Fyrirgefðu
Ef vin þú átt...
sofðu rótt
ég get ekki sofið!
Að bíða
Missir
Elsku frændi
Það sem skiptir máli……
Elsku afi
Elsku amma!!!
Ást
Til vinkonu
Óttast þú ei
Þú átt mig að
Ást er...
Ein
Minn elsku besti pabbi
Mín elsku besta mamma
Biðin langa
Ljósið
Regnboginn
Bak við grímuna
Hvíl í friði elsku mamma!
Loksins er komið sumarið !!!
Það þarf bara eitt
Söknuður
Afhverju?
Sólin mín
Brostu
Einstök amma
Ein
Kæri Leynivinur!!!