Regnboginn
Regnbogi glitrar um himinn
Þvílíkt undur sem það nú er
Líkt vinátta sem maður öðlast og varðveitir
Um alla eilífð í hjarta sér

Á enda hvers regnboga er gullið góða
maður finnur það ef vel er að gáð
maður getur fundið slíka gersemi í vináttu
sérstaklega ef vel í byrjun er sáð

Þó er sú staðreynd að regnbogar dofna
og eftir verður minningin ein
um þá liti, það undur og þá fegurð..
… sem virtist vera svo hrein

vinátta getur því sannarlega dofnað
sérstaklega ef vinur í burtu fer
minningar verða því einungis eftir
fyrir þann sem eftir er

Um hlátrasköllin góðu
þau skemmtilegu spjallkvöld
tryggðin, trúin og traustið
og hvað gleðin tók oft öll völd

Þó gerist oft það undur
að regnbogi birtist á ný
og vinir aftur hittast
líkt og ekkert hafi farið fyrir bí

Því ef vonleysið mann ei gleypir
heldur ætíð í þá trú
að regnbogi muni aftur birtast
og sá regnbogi gæti verið þú

það skiptir því ekki svo miklu
hvar á jarðarkringlunni maður er
því ætíð mun maður sjá aftur
regnbogann birtast sér

alltaf mun ég því halda
mínum kæra vin nær
allaveganna í mínu hjarta
öruggan stað þar hann fær
 
Katrín Ruth Þ.
1979 - ...


Ljóð eftir Katrínu Ruth Þ.

Afi minn
Fyrirgefðu
Ef vin þú átt...
sofðu rótt
ég get ekki sofið!
Að bíða
Missir
Elsku frændi
Það sem skiptir máli……
Elsku afi
Elsku amma!!!
Ást
Til vinkonu
Óttast þú ei
Þú átt mig að
Ást er...
Ein
Minn elsku besti pabbi
Mín elsku besta mamma
Biðin langa
Ljósið
Regnboginn
Bak við grímuna
Hvíl í friði elsku mamma!
Loksins er komið sumarið !!!
Það þarf bara eitt
Söknuður
Afhverju?
Sólin mín
Brostu
Einstök amma
Ein
Kæri Leynivinur!!!