Brostu
Brostu þó þitt hjarta sé brotið
Brostu þó ást þú hafir ei hlotið
Brostu það ávinnur mikið
Brostu það engan getur svikið

Brostu þegar þú átt erfiðan dag
Brostu...eitthvað fer þá í lag
Bros getur veitt hinum sorgmædda ljós
Brosið getur verið sem undurfalleg rós

Brostu til barnanna sem leika sér
Brostu til mannsins og bros hann gefur þér
Brostu til dýranna og þau koma frekar til þín
Brostu til fólks þegar dagur dvín

Brostu til gamla fólksins já, brostu breitt!
Brostu til allra það getur mörgu slæmu eytt
Brostu og þú bros munt hljóta
Brostu því allir þess njóta

Brostu til mín og ég brosi til þín
Já brostu alla daga
enga samvisku mun það naga
Allir þurfa á brosi að halda
Engu slæmu mun það valda

Brosið það vináttu og hamingju gefur..
..og hlýju og allt illt þá sefur
Það er sá sannleikur sem ég get sagt þér
Prófaðu að BROSA, það mun gefa af sér

 
Katrín Ruth Þ.
1979 - ...


Ljóð eftir Katrínu Ruth Þ.

Afi minn
Fyrirgefðu
Ef vin þú átt...
sofðu rótt
ég get ekki sofið!
Að bíða
Missir
Elsku frændi
Það sem skiptir máli……
Elsku afi
Elsku amma!!!
Ást
Til vinkonu
Óttast þú ei
Þú átt mig að
Ást er...
Ein
Minn elsku besti pabbi
Mín elsku besta mamma
Biðin langa
Ljósið
Regnboginn
Bak við grímuna
Hvíl í friði elsku mamma!
Loksins er komið sumarið !!!
Það þarf bara eitt
Söknuður
Afhverju?
Sólin mín
Brostu
Einstök amma
Ein
Kæri Leynivinur!!!