Óttast þú ei

Óttastu eigi það sem kann að gerast
Ekki hugsa um það sem liðið er
Láttu þennan boðskap berast
Taktu því sem höndum ber

Gærdagurinn er horfinn
kemur ekki á ný
morgundagurinn bíður
mörg tækifæri geta leynst í því

Lifðu fyrir hverja sekúndu
og njóttu alls hins besta
taktu öllu með lotningu
ekki neinu fresta

Já, taktu framtíðinni með opnum hug
Það mun gæfu veita
Sýndu öllum þinn mikla dug
Af hamingju skaltu leita

Gleymdu erfiðum tímum
horfðu bjartsýn fram á veg
engin veit hvað gerist
framtíðin órannsakanleg

Eflaust koma slæmir dagar
þó jákvæðni búi í þér
mundu þá, ef eitthvað það lagar
hjálp getur þú fengið hjá mér

Ég mun þér trúa og þig styðja
og alltaf vera þér við hlið
guð mun ég ætíð biðja
að passa upp á þig 
Katrín Ruth Þ.
1979 - ...


Ljóð eftir Katrínu Ruth Þ.

Afi minn
Fyrirgefðu
Ef vin þú átt...
sofðu rótt
ég get ekki sofið!
Að bíða
Missir
Elsku frændi
Það sem skiptir máli……
Elsku afi
Elsku amma!!!
Ást
Til vinkonu
Óttast þú ei
Þú átt mig að
Ást er...
Ein
Minn elsku besti pabbi
Mín elsku besta mamma
Biðin langa
Ljósið
Regnboginn
Bak við grímuna
Hvíl í friði elsku mamma!
Loksins er komið sumarið !!!
Það þarf bara eitt
Söknuður
Afhverju?
Sólin mín
Brostu
Einstök amma
Ein
Kæri Leynivinur!!!