Hvíl í friði elsku mamma!
Tárin streyma í stríðum straumum
Hvað geri ég án þín, elsku mamma mín?
Hvernig get ég lifað út daginn?
Allt er svo tómlegt hér án þín!

Stóllinn sem þú sast svo oft í
Ég horfi á hann oft á dag
bara ég gæti fengið þig til baka
þá myndi allt komast aftur í lag

en sú draumastund mun aldrei koma
raunveruleikinn blasir mér við
að kveðjustund okkar er komið
og þú gengur í gegnum hið gullna hlið

minningar um þig um huga minn reika
margar góðar eru í skjóðunni þar
við áttum svo marga góða tíma
já mikið um gleði hjá okkur þá var

ávallt gat ég til þín leitað
aldrei hunsaðir þú mig
reyndir alltaf mig að hugga
ó,hve sárt er að missa þig!

Þitt bros og þín gleði
Aldrei sé ég það á ný
Ég vil bara ekki trúa
Að þitt líf sé fyrir bí

Ég vildi að við hefum haft
Meiri tíma, þú og ég
Við áttum svo mikið eftir að segja
Ó hvað veröldin getur verið óútreiknanleg

Ég þarf nú að taka stóra skrefið
treysta á minn innri styrk
takast á við lífið
Svo framtíðin verði ei myrk

Ég veit að þú munt yfir mér vaka
verða mér alltaf nær
Þú varst og ert alltaf mér best
Elsku móðir mín kær
 
Katrín Ruth Þ.
1979 - ...


Ljóð eftir Katrínu Ruth Þ.

Afi minn
Fyrirgefðu
Ef vin þú átt...
sofðu rótt
ég get ekki sofið!
Að bíða
Missir
Elsku frændi
Það sem skiptir máli……
Elsku afi
Elsku amma!!!
Ást
Til vinkonu
Óttast þú ei
Þú átt mig að
Ást er...
Ein
Minn elsku besti pabbi
Mín elsku besta mamma
Biðin langa
Ljósið
Regnboginn
Bak við grímuna
Hvíl í friði elsku mamma!
Loksins er komið sumarið !!!
Það þarf bara eitt
Söknuður
Afhverju?
Sólin mín
Brostu
Einstök amma
Ein
Kæri Leynivinur!!!