Minn elsku besti pabbi
Guð gaf mér engil sem ég hef hér á jörð
Hann stendur mér hjá og heldur um mig vörð
Hann stírir mér í gegnum lífið með ljósi sínu
Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi mínu

Ég vona að hann viti að hann er mér kær
Allar mínar bestu hugsanir hann fær
Hans gleði og viska við alla kemur
Við flestalla honum vel semur

Hann stendur mér hjá þegar illa liggur við
Hann víkur ekki frá minni hlið
Nema sé þess viss að allt sé í lagi
Fer þá að vesenast í málarastússi af ýmsu tagi

Hann er vandvirkur og iðinn
hann sinnir alltaf sínu vel
hann segir það aðalatriðin
sem er rétt, það ég tel

Hann hefur kennt mér að vera þolinmóð og sterk
hvetur mig áfram að stunda mín dagsverk
“þú skalt alltaf standa á þínu”, hann ávalt hefur sagt
mikla áherslu á það lagt

Þótt svo hann segi ekki við mann oft mikið
Þá meinar hann alltaf margt
Hann getur aldrei neinn svikið
það getur hann ekki á neinn lagt

Hann er bara þannig maður
Hann er bara þannig sál
Hann er aldrei með neitt þvaður
Hann meinar allt sitt mál

Hann sýnir mér svo mikla ást
Hann vill aldrei sjá neinn þjást
Hann er minn klettur og hann er mín trú
Hann er minn besti pabbi, staðreyndin er sú!
 
Katrín Ruth Þ.
1979 - ...


Ljóð eftir Katrínu Ruth Þ.

Afi minn
Fyrirgefðu
Ef vin þú átt...
sofðu rótt
ég get ekki sofið!
Að bíða
Missir
Elsku frændi
Það sem skiptir máli……
Elsku afi
Elsku amma!!!
Ást
Til vinkonu
Óttast þú ei
Þú átt mig að
Ást er...
Ein
Minn elsku besti pabbi
Mín elsku besta mamma
Biðin langa
Ljósið
Regnboginn
Bak við grímuna
Hvíl í friði elsku mamma!
Loksins er komið sumarið !!!
Það þarf bara eitt
Söknuður
Afhverju?
Sólin mín
Brostu
Einstök amma
Ein
Kæri Leynivinur!!!