Þú átt mig að
Eitt vil ég þér segja
Elsku vinur minn kær
Þig mun ætíð styðja
alltaf standa þér nær

Þegar slæmir dagar koma
mundu þá að ég er hér
Ég skal vera þinn klettur
hvernig sem allt fer

Ef þér líður illa
hringdu þá bara í mig
Á þig mun ég hlusta
ég vil alltaf tala við þig

Þó þú grátir í símann
þá skiptir það engu máli
Ætíð vil ég þér hjálpa
ég skal vera þinn kæri sáli

Ég skal brosa mínu breiðasta
ef brosið þitt er týnt
Það getur stundum hjálpað
það hefur mér verið sýnt

Ef einmanaleikinn þig grípur
komdu og vertu mér hjá
Eitthvað getum við þá brallað
mikið fjör getur orðið þá

Ef þarfnast þú hvatningar
klappstýran þín skal ég vera
Komdu ef þér leiðist
allt fyrir þig vil ég gera

Ef félagsskap þér vantar
komdu og kíktu við
Við örugglega getum spjallað
af gömlum og góðum sið

Mundu þó bara þetta
að alltaf áttu mig að
Hvað sem gerist í lífinu
þá áttu alltaf hjá mér stað.


 
Katrín Ruth Þ.
1979 - ...


Ljóð eftir Katrínu Ruth Þ.

Afi minn
Fyrirgefðu
Ef vin þú átt...
sofðu rótt
ég get ekki sofið!
Að bíða
Missir
Elsku frændi
Það sem skiptir máli……
Elsku afi
Elsku amma!!!
Ást
Til vinkonu
Óttast þú ei
Þú átt mig að
Ást er...
Ein
Minn elsku besti pabbi
Mín elsku besta mamma
Biðin langa
Ljósið
Regnboginn
Bak við grímuna
Hvíl í friði elsku mamma!
Loksins er komið sumarið !!!
Það þarf bara eitt
Söknuður
Afhverju?
Sólin mín
Brostu
Einstök amma
Ein
Kæri Leynivinur!!!