Mín elsku besta mamma
Þú ert sú sem ég get treyst á
Þú ávalt hlustar á mig
Til þín er gott að leita
Mikið er gott að eiga þig

Mín fyrirmynd þú hefur verið
kennt mér ótal margt
vera góð og kurteis
og vera ekki með kjaft

Þú ert sú sem hefur stutt mig
þegar illa liggur á
Þér get ég treyst og trúað
það er gott að vera þér hjá

Þú hefur verið og ert mín hetja
staðið af þér hin ýmsu mál
Alltaf ertu mig dugleg að hvetja
þú ert hin allra besta sál

Gott er hafa þig nærri
Því gott er að hafa þig
Að vera þín kæra dóttir
Það er mikil blessun fyrir mig

Takk fyrir að vera mín móðir
Takk fyrir mig að þola
Takk fyrir að vera mín öxl
þegar ég hef þurft að vola

Ég vona ég geti einn daginn
endurgoldið það sem þú gefið hefur mér
Mér lífið þú gafst og umhyggju
betri gjöf er ekki hægt að hugsa sér

Þetta ljóð er þér tileinkað
elskulega móðir mín
Þig mun ætíð elska
kveðja; Katrín Rut dóttir þín
 
Katrín Ruth Þ.
1979 - ...


Ljóð eftir Katrínu Ruth Þ.

Afi minn
Fyrirgefðu
Ef vin þú átt...
sofðu rótt
ég get ekki sofið!
Að bíða
Missir
Elsku frændi
Það sem skiptir máli……
Elsku afi
Elsku amma!!!
Ást
Til vinkonu
Óttast þú ei
Þú átt mig að
Ást er...
Ein
Minn elsku besti pabbi
Mín elsku besta mamma
Biðin langa
Ljósið
Regnboginn
Bak við grímuna
Hvíl í friði elsku mamma!
Loksins er komið sumarið !!!
Það þarf bara eitt
Söknuður
Afhverju?
Sólin mín
Brostu
Einstök amma
Ein
Kæri Leynivinur!!!