Biðin langa
Að bíða... og bíða
Endalaust að bíða
orðin vitlaus á að bíða
Hjartað fyllist af kvíða
erfitt að láta daginn líða
Ég bíð eftir betri heilsu
Ég bíð eftir svari
Allt sem mig kvelur
vil að það frá mér fari
Ég bíð eftir því
Ég bíð eftir meiru
Ég bíð eftir betri tíð
Ég bíð eftir fleiru
Ég bíð eftir tíma, stað og stund
að ég komist á þinn fund
Hví þarf ég alltaf að vera að bíða
hvort sem úti er frost eða þýða?
Hví get ég ekki fengið svar í dag?
Afhverju kemst ekkert hjá manni í lag?
Ég bíð eftir kraftaverki
og að einhver hjálpi mér
Ég bíð eftir styrk
Ég bíð eftir þér!  
Katrín Ruth Þ.
1979 - ...


Ljóð eftir Katrínu Ruth Þ.

Afi minn
Fyrirgefðu
Ef vin þú átt...
sofðu rótt
ég get ekki sofið!
Að bíða
Missir
Elsku frændi
Það sem skiptir máli……
Elsku afi
Elsku amma!!!
Ást
Til vinkonu
Óttast þú ei
Þú átt mig að
Ást er...
Ein
Minn elsku besti pabbi
Mín elsku besta mamma
Biðin langa
Ljósið
Regnboginn
Bak við grímuna
Hvíl í friði elsku mamma!
Loksins er komið sumarið !!!
Það þarf bara eitt
Söknuður
Afhverju?
Sólin mín
Brostu
Einstök amma
Ein
Kæri Leynivinur!!!