Afi minn
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá

Rita vil ég niður hvað hann var mér kær
afi minn góði sem guð nú fær
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt

Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum saman
Hann var svo góður,hann var svo klár
æ,hvað þessi söknuður er svo sár

En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið,ég sakna hans svo sárt
hann var mér góður afi,það er klárt

En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður,það er mín trú

Því þar getur hann vakið yfir okkur dag og nótt
svo við getum sofið vært og rótt
hann mun ávalt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur senda

Elsku afi,guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi,það varst þú.

 
Katrín Ruth Þ.
1979 - ...


Ljóð eftir Katrínu Ruth Þ.

Afi minn
Fyrirgefðu
Ef vin þú átt...
sofðu rótt
ég get ekki sofið!
Að bíða
Missir
Elsku frændi
Það sem skiptir máli……
Elsku afi
Elsku amma!!!
Ást
Til vinkonu
Óttast þú ei
Þú átt mig að
Ást er...
Ein
Minn elsku besti pabbi
Mín elsku besta mamma
Biðin langa
Ljósið
Regnboginn
Bak við grímuna
Hvíl í friði elsku mamma!
Loksins er komið sumarið !!!
Það þarf bara eitt
Söknuður
Afhverju?
Sólin mín
Brostu
Einstök amma
Ein
Kæri Leynivinur!!!