Kvöldganga
(Skoskt þjóðlag)


Veistu nokkuð betra en eiga á vori vökustund
veistu hvað við sjáum á göngu út í haga.
Komdu vina, komdu fljótt, þar er margt sem léttir lund
lífið allt er bjartast og fegurst þessa daga.

Þá sérðu hvar grípur í gáska til sporsins
hann Glói litli svo hýr á svip
og stoltur hann fullkomnar eitt af undrum vorsins
er æfir hann töltarans mjúku grip.

Og lagðprúðu mæðurnar árvökrum augum
með ástúð horfa á börnin sín
að leikjum með fossandi fjör í ungum taugum
og finnst þau svo dæmalaust sæt og fín.

Gakktu hægt eftir götunni
og gættu að þér
þar er ungi svo ósköp smár
sem ákaft vængjum ber.

Og blítt andar blærinn
er bjartrar nætur fley
siglir hóglega hljóðlaust nær
og hvíslar þei þei þei.

(Eða, ef lagið hækkar):
Og blítt andar blærinn
um bjarta nóttina.
Og svo höldum við heim á leið
tralalalalala.

Ragnar Böðvarsson  
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð